Heimatilbúið möndlusmjör


056Okkur finnst möndlusmjör ferlega gott, til dæmis á Paleo vöfflurnar okkar. En þetta vill kosta sitt og því kaupum við heilar möndlur í 1/2 kg pokum og búum til okkar eigið möndlusmjör! Það er súper einfalt en nauðsynlegt er að nota matvinnsluvél. Svona gerum við þetta:

Númer 1: stillum ofninn á 175°C.

Númer 2: við þekjum ofnplötu með álpappír og dreifum möndlum ofan á. Af því að við viljum fylla stóra krukku af möndlusmjöri þá setjum við eins mikið af möndlum og komast fyrir á plötuna, þó án þess að þær hrúgist.037

Númer 3: setjum plötuna inn í ofn þegar hann er orðinn heitur. Bíðum í 5-6 mínútur og hrærum þá í möndlunum svo þær brenni ekki. Látum þær svo vera áfram í ofninum í 5-6 mínútur.

042Númer 4: tökum möndlurnar úr ofninum og hellum þær yfir í matvinnsluvélina.

045

 

Númer 5: setjum vélina í gang og látum þetta maukast lengi, lengi, lengi. Þessi partur tekur smá tíma og miklu lengri tíma en maður á kannski von á og sýnið því þessu skrefi þolinmæði.

050

Númer 6: þetta er tilbúið! Svo er bara að setja þetta í krukku og geyma í ísskáp. Njótið 🙂

Ef þið prófið þessa uppskrift, endilega látið okkur vita hvernig hafi heppnast með því að skrifa ummæli við þessa færslu.

 

Auglýsingar

Paleo: Kanilvöfflur


Við erum að reyna að feta okkur í áttina að Paleo mataræði (ef þú þekkir ekki hvað það er og vilt kynna þér það betur þá ýttu hér). Það gengur frekar hægt að koma því almennilega í gang en við höfum þó verið að prófa hinar ýmsu uppskriftir og ein af okkar uppáhalds morgunmatar uppskriftum eru þessar Kanilvöfflur. Við gerum þessar flestar helgar og ekki verra að hafa steikta banana og pekanhnetum með og smá hunang ef maður vill leyfa sér slíkt 🙂 En hér er það sem maður hrærir saman:

  • 0,6 dl kókóshveiti (e. 1/4 cup coconut flour ekki kókósmjöl sem er t.d. sett á kókóskúlur)
  • 4 egg
  • 1 matskeið mjólk (hér á eiginlega að nota kókósmjólk og ef maður ætlar að vera í 100% paleo þá verður maður að nota það, en við notum mjólk ennþá þar sem við tímum aldrei að opna kókósmjólk fyrir 1 matskeið og svo rennur restin fljótlega út)
  • 1 matskeið kanill
  • 1/4 teskeið lyftiduft
  • 1 teskeið vanilludropar

Blanda þessu öllu saman og þá er komið vöffludeig! Þá þarf bara að baka þær í vöfflujárninu. Það sem við svo höfum með er þetta:

  • Skerum banana í sneiðar og steikjum upp úr kókósolíu. Bananirnir haldast ekkert endilega í sneiðar hjá okkur, stundum verður þetta bara steikt bananaklessa en það er ekkert verra! Ef maður vill hafa enn meiri lúxus er gott setja smá pekanhnetur í bananaklessuna í lokin og leyfa þeim að hitna með.
  • Við búum til eigið möndlusmjör (planið er að setja þá uppskrift fljótlega inn á bloggið, en við erum enn að prófa okkur örlítið áfram í þeirri uppskrift) og smyrjum það á vöfflurnar.
  • Okkur finnst voða gott að setja svo örlítið af góðu Sollu hunangi (lífrænt frá villtum býflugum) efst á vöfflurnar. Namm!

photo (38)

Þessi uppskrift er úr bókinni Make it Paleo, en við erum búin að breyta henni örlítið.