#TBT Pínku litli Róbert


Við vorum aðeins að taka til í myndunum okkar og rákumst á þetta video og ji, minn eini þetta krútt! ❤

Þetta er tekið með vídeó myndavélinni okkar þegar Róbert var tveggja og hálfs og gat séð sjálfan sig á skjánum, og finnst það greinilega ekki leiðinlegt :p

 

Auglýsingar

Læst: Haustmyndir


Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Birt í Þriðja árið | Sláðu inn Lykilorð til þess að skoða athugasemdir.

Róbert okkar er þriggja ára!


Elsku Róbert okkar,

IMG_5220

Í dag ertu þriggja ára. Það er alveg ótrúlegt að hugsa til þess að það séu heil þrjú ár síðan fæðingardagurinn þinn var! Við töluðum oft um það, þegar við áttum von á þér, að bráðum mundir þú byrja í skóla, tíminn liði svo hratt. Hann gerir það svo sannarlega, við náðum ekki að blikka og við erum nú þegar hálfnuð í fyrsta skóladaginn þinn!

Þú ert alveg yndislegur drengur, við elskum þig svo mikið! Þú ert mjög forvitinn og uppáhaldsorð þín þessa dagana er „af hverju?“ Reglan á heimilinu er þessi: max 3 „af hverju“ í röð, svo þarft þú að segja eitthvað annað. Þú getur þó verið ansi ákveðinn og vilt hafa hlutina á ákveðinn hátt, annars fer allt í háaloft! Við reynum að láta það sem minnst eftir þér þó, alla veganna þannig að það skaði ekki þig né aðra. Í gær vildir þú til dæmis alls ekki fara í bolinn sem mamma var búin að velja fyrir þig og ekki kom til greina annar en bolinn sem þú varst búinn að pissa í (bleyjan þín lak.. slíkt gerist þegar maður er bara þriggja ára, þú varst meira að segja bara tveggja ára í gær þegar þetta gerðist). Það endaði með því að þú varst farinn fram á stigagang í bleyjunni einni saman og á leið í leikskólann. Þar sem að var snjór úti leyfði pabbi þér það ekki og klæddi þig. Mamma þín var samt sallaróleg í þessu („honum verður þá bara kallt.. og lærir af því“ Hún hefur nefnilega talsverða trú á gáfum þínum. Mamma þín er samt ekki alltaf svona róleg, yfirleitt er það pabbi sem sér um það).

Þú ert mikill gleðigjafi og þótt skapið þitt breytist hraðar en veðrið á Íslandi þá ertu mikið brosandi og hlæjandi og átt það til að koma okkur hinum í gott skap. Þér er umhugað að skilja heiminn, og stundum ertu viss um eitthvað sem við hin erum ekki jafn sannfærð um („miðvikudagur er þarna upp í loftinu og dettur svo niður!“). Þú ert líka með miklar kröfur á okkur. Þú bendir reglulega á eitthvað og segist vilja sjá það í tölvunni (video á netinu) og þú verður ósáttur þegar að ljósmyndir vilja ekki hreyfast. Þú ert mikil félagsvera og vilt hanga mikið með öfum þínum og ömmum, sem fara með þér í ýmsa leiki.

Leikskólinn þinn heitir S og deildin þín Þ. Þú ert í Páfagaukahópnum ásamt fimm öðrum börnum. Einn af þeim er Þ og hann er besti vinur  þinn. Þú vilt alltaf vita hvar Þ er og hvað hann sé að gera. „Er Þ á leikskólanum? Hvað er hann að gera?“ Þú átt líka marga aðra vini á leikskólanum og þér virðist líða vel í hóp með öðrum börnum. Eftir að þú byrjaðir á nýja leikskólanum í haust ert þú orðinn mikill söngfugl enda sungið mikið á nýja leikskólanum þínum. Þér finnst þó ekkert sérstaklega gaman þegar mamma tekur undir með þér og oftar en ekki heyrist „Mamma, ekki þú syngja! Bara Róbert syngja.“ Þú saknar þó enn eitthvað gamla leikskólans og nefnir af og til hvort við séum ekki að fara að hitta Helgu bráðum sem var hópstjórinn þinn þar. Uppáhaldskennarinn þinn á nýja leikskólanum akkúrat núna er A, en það vill þó breytast ansi ört hjá þér.

Lífið á leiksskólanum, sem og annarsstaðar er gott.  Það er yndislegt að hanga með þér og fylgjast með þér vaxa úr grasi.

Fyrir þá sem vilja minnast liðinna ára geta lesið um síðustu afmælisdaga hér:

Fæðingarsagan

Fyrsta afmælið

Annað afmælið

Af hverju?


Róbert byrjaði á af hverju aldrinum í dag:

Róbert reynir að standa ofaná endanum á IKEA dótakassanum sínum sem er með svegjanleg spjöld sem hliðar.

 • Kári: Ekki standa svona á kassanum elsku kallinn minn
 • Róbert: afhverju?
 • Kári: af því að kassinn gæti eyðilagst.
 • Róbert: Afhverju?
 • Kári: af því að hann er bara úr efni sem þolir ekki þunga
 • Afhverju?
 • Af því að hann var gerður fyrir dót en ekki krakka til að stíga á
 • Afhverju?
Róbert forvitni

Róbert forvitni

Þarna var ég komin í smá vandræði með að hugsa en mér tókst að svara honum með einhverju næstu 2-3 umferðir. Svo þegar ég var kominn út í að tala um markaðsaðstæður, framleiðslukostnað og framboð og eftirspurn ákvað ég að það væri komið nóg. Rekin á gat af tveggja ára!

/Kári-á-gati

„Ég á lííííf, ég á líííííííííf!!“


Við kennum leikskólanum um að hafa kennt drengnum okkar þetta lag, en þetta er uppáhalds lagið hans þessa dagana og syngur það af mikilli hörku eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Ísland alla leið!

Nýr kafli


Við erum ekki búin að vera sérstaklega dugleg að segja ykkur frá gangi mála hjá okkur að undanförnu. Það eru þó alltaf einhverjir að rata hérna inn á hverjum degi, ef þið eruð gamlir félagar sem eru að vonast eftir molum frá okkur þá biðjumst við velvirðingar á slökum molagjöfum. Ef þið eruð ný þá velkomin! Við erum fólk sem eignuðumst barn, vorum alveg ótrúlega spennt og vildum skrá ALLT niður, tókum myndir og vídeó og deildum því með öllum. Við erum alls ekki minna spennt yfir barninu, þvert á móti. Hins vegar verðum við latari með tímanum að deila öllu því frábæra sem elsku barnið okkar gerir.

31

Gaman á leikskólanum

En þar sem Róbert var að hætta á leikskólanum sínum (og því fylgir gríðarleg gríðarleg sorg, sérstaklega hjá Maríu) og byrjar á öðrum í ágúst þá vildum við tja, deila því með ykkur. Sorgin stafar aðalega af þrennu: María fær alltaf þörf til þess að syrgja þegar eitthvað tekur enda, bara upp á princip. Róbert á BESTU vinkonu (fröken I) á leikskólanum sem hann fær ekki að hitta aftur og hann veit náttúrulega ekkert af því sem er enn sorglegra. Leikskólinn sem Róbert var á var frábær í alla staði og hann átti fullt af vinum þar og núna þarf hann að byrja upp á nýtt á nýjum stað. Og hverjar eru líkurnar á því að næsti leikskóli verði eins góður og sá síðasti? En það þýðir náttúrulega ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, það sem gerist gerist.

Annað spennandi í fréttum er að við byrjuðum á 30 daga Paleo í dag! Við hefðum hugsað okkur að vlogga (vídeó blogga) um það, hafið þið áhuga á að fylgjast með því?

Uppí sveit, uppí sveit.. Trallallala!


Við erum á leiðinni uppí sveit til Önnu vinkonu og co 😀 mikil spenna í gangi! Nema Róbert misskildi þetta eitthvað og hélt að við værum að fara ÖMMU vinkonu uppí sveit og heldur því statt og stöðugt fram að við séum á leiðinni til vinkonu ömmu Steinu núna í sveitinni 😉

Við höfum ekkert verið sérstaklega dugleg hér á blogginu upp á síðkastið. Það er þó margt búið að gerast: Róbert varð 2,5 ára og er í dag 2 ára og 7 mánaða, María útskrifaðist úr bókhaldsnáminu (og dúxaði! 🙂 ), við áttum þriggja ára brúðkaupsafmæli (veit einhver hvaða efni það er?) og Róbert er búinn að gera milljón sæta og skemmtilega hluti sem við höfum ekki haft tíma til þess að setja hérna inn. Vonandi getum við bætt úr því fljótlega..

20130615-104146.jpg

P.s þjófar-það er vel fylgst með íbúðinni okkar 🙂

Eurovision klipping


Róbert fór í fyrsta sinn í klippingu á stofu í dag og hvað drengurinn er orðinn myndarlegur! Þetta var reyndar ekki skemmtilegasta reynsla fyrir Róbert, það voru læti í klippunum og af því að hann vildi vera í fanginu á mömmu sinni á meðan var verið að klippa, fór afklippta hárið útum allt og þá sérstaklega í munninn. En hárgreiðslukonan bætti það upp með því að gefa Róberti sleikjó þegar þrautinni var lokið 🙂

074

Ekki skemmtilegast í heimi að láta klippa sig svona. En svo þess virði þegar þetta var loks búið!

084Núna sitjum við og fylgjumst með Eurovision, Róbert er duglegur að dilla sér við uppáhaldslögin sín. Krakkarnir í vinnunni hennar Maríu voru líka afskaplega spennt fyrir söngvakeppninni og vildu flest meina að Danmörk væri með þetta á laugardaginn. Það var líka algjört Eurovision þema í gangi í skólanum og lögin spiluð á repeat allan daginn.

070Og svo datt tveimur stelpum í hug að allir ættu að fara í vinaleik, sem sagt sátum við öll í hring úti í góða veðrinu, með bolta sem við rúlluðum til hvors annars. Í hvert sinn sem maður rúllaði boltanum til einhvers átti maður að segja eitthvað fallegt um þá manneskju. Snillingar! Ef manni leið eitthvað ílla fyrir þá var það bak og burt eftir þennan leik 🙂

Jæja, þá er bara að sjá.. komumst við áfram?

Gleðilegan verkalýðsdag!


Þetta er góður dagur, fríar kökur og meðð’í alls staðar 🙂 Við hittum fjölskyldu, vini og gamla vinnufélaga. Veðrið er fallegt en ískallt. Svona frídagar í miðri viku er miku meira frí heldur en margir aðrir frídagar. Maður reiknar ekki með þeim og nýtur þeirra því betur einhvernveginn.

Vonum að þið öll hafið það líka rosalega gott í dag! Gleðilegan fyrsta maí!

20130501-171259.jpg

Sápukúlur!


Að flytja er ekki gamanmál. Það tekur tíma að koma sér fyrir. Þetta er allt að koma hjá okkur en to-do listinn okkar er samt ennþá alltof langur.. Og hann virðist aldrei minnka. Nú, jæja, þetta hlýtur að verða viðráðanlegt með tímanum, vonum við.

Eins og þið vitið fékk Róbert hlaupabólu stuttu eftir að við fluttum. Það þurfti að finna nóg fyrir þann litla að gera. Sem betur fer var þokkalegt veður um páskana og því gátum við eytt talsverðum tíma úti á svölum, þar sem við meðal annars blésum sápukúlur og spjölluðum við nágrannakrakkana sem einnig nutu góða veðursins. Hér er smá brot úr sápukúluævintýrinu okkar (sem endaði með að Róbert hellti úr allri flöskunni og í hvert sinn sem rignir froðar á svölunum okkar – enn eitt á to do listanum okkar: þrífa svalirnar)

Afhverju grætur barnið mitt?


Útaf ÖLLU!! Einhver benti á þessa frábæru síðu á facebook hjá sér, munum ekki lengur hver það var. En þetta er svo fyndið af því þetta er satt. Litlir ormar gráta útaf öllu! Þeir eru yndislegir samt, kunna bara að kvarta mikið..

Sem sagt er þetta pabbi (við gerum ráð fyrir því að þetta sé pabbin en ekki mamman) sem á tvo syni. Þegar þeir skæla yfir einhverju þá tekur hann mynd og birtir á blogginu sínu, með útskýringu afhverju þeir eru að grenja. Og þeir grenja greinilega slatta, eins og börn gera oft á þessum aldri. Eða við höldum það.. Allavegana grenjar Róbert slatta mikið yfir öllu mögulegu og ómögulegu.

jon

He threw his dinner plate on the ground. He now wants to eat dinner.

Og margt fleira í þessum dúr: tékkið á þessu, Why my son is crying.

Með stóru krökkunum


Róbert fékk að koma með mér í vinnuna um daginn. Honum finnst það aldrei leiðinlegt enda ótrúlega mikið af bílum þar! Þótt stóru krakkarnir séu stundum örlítið scary.

20130409-094654.jpg

Róbert Leví varð 28 mánaða fyrir 2 vikum síðan!


067Kennið Tal um að við séum ekki að segja ykkur frá því fyrr, því netið, eins og þið vitið og hafið eflaust tekið eftir á bloggleysinu, hefur verið ansi lengi að komast í gang eftir að við fluttum.

Eeen litli kútur er sem sagt orðinn þetta gamall og frá nóg að segja:

p

p

 • Í hvert sinn sem hann sér Yaris þá kallar hann „ömmu bíll!“ Amma Gurrún á sem sagt Yaris..
 • Róbert á bestu vinkonu, fröken I. Þau eru hjónin á deildinni sinni og eru ansi límd saman að sögn leikskólakennaranna. Þau passa upp á hvort annað, að þau séu með bangsana sína, ná í dót fyrir hvort annað og geta talað alveg óstöðvandi mikið saman. Þau taka lúrana sína hlið við hlið en stundum tala þau svo mikið saman að það þarf að færa þau í sundur.
 • Róbert er orðinn mun sjálfstæðari og er farinn að dunda sér heil lengi einn. Maður þarf bara að passa þögnina, ef það heyrist lítið í honum þá er hann að gera eitthvað af sér!

  Getið þið giskað hver uppáhaldsmyndin hans Róberts er? 😉
 • Hann þagnar sjaldan. Hann þarf að segja frá allt og öllu. Okkur finnst það samt bara fínt. Miklu betra að hafa hann talandi en grenjandi. Það er svo gott þegar hann getur sagt að hann vilji meiri að drekka frekar en að hann öskri bara.
 • Eins og kom fram í síðustu viku fékk Róbert hlaupabólu. Þetta gekk rosalega vel, enginn hiti, enginn kláði (nema þessi eina sem kom upp í muninn og meiddi hann), ekkert svefnleysi. Það eina sem reyndist honum virkilega erfitt var að vera svona mikið og lengi heima. Róbert hefur ekki breyst í einhverja heimaveru með aldrinum. Hann vill sko hafa nóg fyrir stafni og hitti nóg af fólki. Maður verður fljótt leið á foreldrum sínum.
 • Við fórum svo í fyrsta foreldraviðtalið fyrir stuttu. Það gekk rosalega vel, enda líður Róberti afskaplega vel á leikskólanum og er að sögn kennarans akkurat þar sem hann á að vera á lærdómskúrfunni. Hún sagði þó að þau fengu nú líka alveg að finna fyrir þrjóskunni hjá honum stundum, en við bjuggumst nú ekki við öðru 🙂
 • Eftir að hafa sofið aðeins eina nótt í nýju íbúðinni sinni þá fór Róbert í sína fyrstu næturpössun en hann fékk að gista hjá Ömmu Hrefnu og Afa Finn. Það gekk prýðilega og Róbert var alsæll (var akkurat sagt allavegana), en það tók þó þrjá tíma að fá hann til þess að sofna.
 • Róbert er, rétt eins og áður mjög hjálpsamur. Hann hjálpar okkur hvort sem við viljum það eða ekki, nema þá helst ef að við biðjum um það.
 • Róbert er loksins aftur komin með eigið herbergi. Hann virðist ekki taka mikið eftir því þó, en finnst voða gaman að sýna herbergið sitt þegar gestir koma.
 • Róbert sleppti því að taka daglúr í fyrsta sinn í byrjun mars. Þá var það af því að við vorum á leið í heimsókn til Ömmu Hrefnu og Afa Finn eftir lúrinn og hann varð svo spenntur að hann gat ekki sofnað. Ef við ætlum að fara einhvert út þá er varla hægt að segja Róberti frá því, því hann verður svo spenntur og ekkert annað kemmst að fyrr en við leggjum af stað. Kári var víst líka svona þegar hann var lítill..
 • Við höfum alltaf vitað að Róbert býr í einhverjum ævintýraheimi. Núna þegar hann er byrjaður að tala meira þá fáum við hins vegar að kynnast því betur. Róbert er duglegur að elda fyrir okkur, gefa okkur að borða, kaupa í matinn, skipta á okkur og margt fleira. Hann er stundum ljón og stundum skrímsli sem ætlar að borða mann. Þetta er mjög gaman en getur verið ruglingslegt. Stundum veit maður ekki hvort hann sá að biðja um brauð eða þykjustinni brauð.
 • Róbert er orðin miklu duglegri að heilsa og kveðja fólk á förnum vegi. Svo verður hann dálítið vonnsvikinn þegar þetta fólk er allt í einu bara farið.
 • Róberti finnst fátt skemmtilgra en að spjalla í símann, en nú kostar það okkur ekkert því að við erum komin með heimasíma. Við hringjum þangað sem hann biður um en Róbert sér alfarið um talið. Stundum tekur það smá tíma að fatta fyrir viðtakandann hver er á hinni línunni en flestum finnst mjög gaman að spjalla við Róbert. Hann á það þó til að segja allt í einu bæbæ í miðju símtali og leggja svo á.

Ostastelari


Við vorum að baka pizzu í gær og Róbert litli prakkari náði ostinum

20130324-161353.jpg

Við erum enn ekki komin með net :/ vonandi verður það komið fyrir páska samt 🙂

Strætó og Langali


Þessi texti var skrifaður í byrjun janúar og því svolítið síðan, en ég átti alltaf eftir það klippa myndbandið í hæfilega lengd áður en ég birti færsluna en gaf mér ekki tíma í það. Fyrir stuttu veiktist Guðmundur Langali alvarlega, en sem betur fer er hann á réttri leið núna og vonumst eftir mörgum fleiri heimsóknum til hans á næstunni 🙂

photoVið Róbert tókum strætó um daginn til þess að heimsækja langafa hans Róberts (föðurafa Kára), Guðmund. Við hefðum alveg geta tekið bílinn en af því að Róberti finnst svo fáránlega gaman að taka strætó og biður iðulega um að fá að komast upp í slíkt ferlíki þá ákváðum við að taka strætó þar sem ég á hvort eð er strætókort, og þar með enginn aukakostnaður, og Kári gæti svo pikkað okkur upp hjá Guðmundi. Þannig fór, og þvílíkt ævintýri! Besti laugardagur ever!! Að mati Róberts allavegana…

Spennan var mikil! Á strætóstoppustöðinni hittum við gamla konu og við spjölluðum svolítið við hana. Svo sá Róbert stóra bíla, fugla, ljós og margt fleira útum strætógluggan og var duglegur að láta mömmu vita af öllu sem hann sá. Svo komum við loksins til Guðmunds Langali (eins og Róbert kallar hann). Langali var búinn að kaupa stóran grænan traktor handa Róberti og svo fengum við mandarínur hjá honum. Róbert hámaði í sig mandarínurnar og það var varla að Langali náði að taka hýðið af einni fyrr en  Róbert bað um aðra 🙂