Gítarnámskeið fyrir 1 árs?


Frikki Lói elskar tónlist, virkilega elskar tónlist. Hann situr hugfanginn og hlustar eða stendur upp og dansar með. Uppáhalds hljómsveitin núna er The dead south, sérstaklega þetta lag.

En svo finnst honum líka gaman að semja sína eigin tónlist. Hér er eitt frumsamið verk

Auglýsingar

FrikkaLóaiska


Frikki Lói er farinn að segja okkur heilu sögurnar en því miður skilum við varla auka tekið orð.

Hér er hann í morgun. Við afsökum ömmu-afa-lengdina á þessu vídói (þetta er svona vídó sem aðeins ömmur og afar endast í gegnum) en hann hætti bara ekki að tala 😁

Við ætlum að kaupa hús!


Eftir hátt í tveggja mánaða ævintýri er það loks komið á hreint! Við fáum að kaupa húsið okkar! Allt komið í gegn 😃😃😃😃 (tilefnið kallar á meiri brosandi kalla og kerlingar en finnum þau ekki þannig setjum bara marga í staðinn 😃😃😃😃).

Það er viðeigandi að fá þessar fréttir i dag, á afmælisdegi Róberts, en við eigum að fá afhent á afmælisdegi Frikka Lóa! 10. janúar á næsta ári! 😀

Spennandi, Spennandi!

Ég kann að sitja alveg sjálfur, kannt þú?


image

Þessi litli kall er farinn að sitja alveg sjálfur og hefur gert í um mánuð og bara orðinn ansi góður í því.

Hins vegar hefur honum ekki dottið í hug að snúa sér sé góð hugmynd :p. Hann snéri sér í allar áttir fyrstu vikurnar sínar, en okkur grunar að hann hafi svo stækkað það hratt að hann hafi gleymt tækninni og núna sé hann bara ekki að nenna þessu 😉 Enda mældist drengurinn næstum 9 kg í 5 mánaða skoðuninni!

Hjúkkan í þeim tíma var þó ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu, hann er það kröftugur að þetta er bara tækni atriði sem hann þarf að ná 🙂

Stóri bróðir passar upp á þig ❤


Friðrik Lói tekur yfirleitt daglúrana sína út á svölum en Róbert hefur ekki tekið eftir því hingað til, enda yfirleitt á leikskólanum þegar Friðrik fer að sofa. Í dag er laugardagur og eitthvað vorkenndi Róbert litla bróður fyrir að vera einn út á svölum og ákvað að veita honum félagsskap :mrgreen:

image

Róbert tók stólinn með sér út og ætlaði að passa upp á litla bróður á meðan hann svæfi

Það endist reyndar bara í mínútu og þá var hann búinn að gleyma afhverju hann var út á svölum 😛 En það er hugurinn sem skiptir máli! :mrgreen:

Fótboltamót!


Róbert tók þátt í sínu fyrsta fótboltamóti um helgina, okkur finnst það svo magnað því hann fæddist jú í gær 😂

En hann stóð sig ótrúlega vel, allavegana spilaði hann allan tímann (stundum reyndar fyrir vitlaust lið og tíndi liðinu sínu nokkrum sinnum), reyndi sitt besta og skemmti sér vel! Og það er það sem skiptir máli :mrgreen:

image

Stoltur af verðlaunapeningnum sínum

Við erum svo ótrúlega stolt af drengnum okkar, það er mikil gleði að fá að vera foreldrar hans og trúum varla heppni okkar ❤

Að njóta :)


Stundum er ekkert annað að gera en að bara njóta og það er það sem við erum að gera. Ekki þrífa, taka til, blogga, taka milljón myndir, læra eða neitt svoleiðis. Heldur bara njóta. Og vinna fyrir Kára reyndar. En annars erum við sultu slök þessa dagana 🙂 Fyrir utan, aftur, Kára sem er að klára verkefni og þarf að vinna á milljón.

image

Lífið er gott ❤

32 klukkutímar


Það var bara ekki nóg að hafa daganiðurteljara og því kominn klukkutímaniðurteljari 😛

image

Bara 32 klukkutímar í áramót og þar með 37 vikurnar! :mrgreen:🎉

/María

Veist þú hvar tvíburabangsi er?


Eins og mörg ykkar vita þá á Róbert Bangsa. Einu sinni voru þeir tveir en fyrir um 2,5 árum síðan týndist annar þeirra. Þetta hefur ollið mikilli hjartarsorg hjá okkar manni eins og gefur að skilja. Þrátt fyrir mikla leit, hringingar hingað og þangað, tilkynning til lögreglu, samtal við framleiðendurnar og vitum ekki hvað og hvað þá hefur allt komið fyrir ekki. Bangsi finnst ekki.

Ef sagan væri nú búin þar. Eitt kvöldið fyrir stuttu fékk Róbert mikið grátskast og var hann þá að hafa miklar áhyggjur af því hvar tvíburabangsi væri 😦 að hann gæti nú ekki komið heim! Við foreldrarnir reyndum að útskýra að Bangsi væri sennilega kominn með nýtt heimili og liði bara mjög vel þar, en Róbert var ekki sáttur við það „en hann elskar mig svo mikið!“ 😭

Jæja niðurstaða kvöldsins var samt sem áður að við ætlum að gera allt sem við getum til þess að passa upp á að Bangsi týnist allavegana ekki. Og þá hófst hin mikla leit að hinum fullkomna merki miða fyrir Bangsa og niðurstaðan varð þessi:

image

Og Róbert hæstaánægður :mrgreen: Bangsi fær sko ekki að týnast!

Könguló, Lingelangeló


Við eigum þó nokkuð af gæludýrum, flest, nei öll, þeirra af sjálfsdáðum. Í dag bættist ein í hópinn:

image

Mynd tekin af Róberti Leví

Þetta er hún Aulinn Ég (e. Despicable Me), Róberti Leví nefndi hana. Fyrir í hópnum eru 2 flugur (ónefndar) og 6 aðrar köngulær (einnig ónefndar). Gæludýr er það sem gerir heimili að heimili, sagði einhver.

Listamaður? Öh…já!


Erum í matarboði og sáum þessi frábæru listaverk á veggnum! Eigum við verðandi listamann?

image

Það skal tekið fram að þetta er hjá ömmu og afa. Það sem vantar upp á hæfileika bætist upp með ömmu og afa stolti og ást.

Klukkan er 5.30 og ég get ekki sofið


Ég er búin að vera veik síðan á föstudaginn og þegar ég er loksins á leiðinni í vinnuna þá er ég komin með sýkingu í kjálkann og er að drepast úr verkjum. Allavegana segja sérfræðingar (aka mamma) að þetta bendir til sýkingar.

Áður en ég varð veik á föstudaginn fórum við Róbert að heimsækja langafa Guðmund og hitt gamla fólkið á elliheimilinu. Það var starfsdagur á leikskólanum og við ákváðum að nýta daginn vel. Langali var búinn að safna nokkrum bílum handa Róberti. Reyndar svo mörgum að Róbert bað um poka til þess að geta haldið á þeim öllum. Svo gekk hann um og sýndi fólkinu stoltur hvað Langali var búinn að gefa honum 🙂

20131010-053437.jpg

Hérna er Róbert að sýna Fanný flotta innihald pokans

/María

Uppí sveit, uppí sveit.. Trallallala!


Við erum á leiðinni uppí sveit til Önnu vinkonu og co 😀 mikil spenna í gangi! Nema Róbert misskildi þetta eitthvað og hélt að við værum að fara ÖMMU vinkonu uppí sveit og heldur því statt og stöðugt fram að við séum á leiðinni til vinkonu ömmu Steinu núna í sveitinni 😉

Við höfum ekkert verið sérstaklega dugleg hér á blogginu upp á síðkastið. Það er þó margt búið að gerast: Róbert varð 2,5 ára og er í dag 2 ára og 7 mánaða, María útskrifaðist úr bókhaldsnáminu (og dúxaði! 🙂 ), við áttum þriggja ára brúðkaupsafmæli (veit einhver hvaða efni það er?) og Róbert er búinn að gera milljón sæta og skemmtilega hluti sem við höfum ekki haft tíma til þess að setja hérna inn. Vonandi getum við bætt úr því fljótlega..

20130615-104146.jpg

P.s þjófar-það er vel fylgst með íbúðinni okkar 🙂

Elsku spúsalingur á afmæli í dag :)


Það er gott að eldast. Vissulega saknar maður gamla tímans af og til (eins og þegar maður hafði tíma til þess að sjá allar myndir í bíó) en það er samt svo gott að verða eldri, örlítið vitrari og þakklátari fyrir að ná nýjum aldri. Það eru ekki allir svo heppnir.

Í dag erum við afskaplega þakklát fyrir að besti spúsi og pabbi í heimi sé núna orðinn 28 ára. Til hamingju með afmælið elsku Kári okkar!

20130513-075816.jpg

Gleðilegan verkalýðsdag!


Þetta er góður dagur, fríar kökur og meðð’í alls staðar 🙂 Við hittum fjölskyldu, vini og gamla vinnufélaga. Veðrið er fallegt en ískallt. Svona frídagar í miðri viku er miku meira frí heldur en margir aðrir frídagar. Maður reiknar ekki með þeim og nýtur þeirra því betur einhvernveginn.

Vonum að þið öll hafið það líka rosalega gott í dag! Gleðilegan fyrsta maí!

20130501-171259.jpg