Paleo súkkulaðikaka í bolla


Jæja góðu vinir! Það er orðið svolítið langt síðan við settum hérna inn eitthvað tengt paleo, en hérna kemur einn gullmoli, svona þegar maður er ekki í 30 daga hreinsun og vill svindla smá en alls ekki of mikið 🙂 Tekur 5 mínútur að gera þannig að ofboðslega fljótleg paleo uppskrift.

IMG_4378

3 msk kókóshveiti
3 msk kakó
2 msk hunang
2 msk smjör bráðið
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 msk kókósmjólk/kókósvatn

Blanda þessu öllu saman með gaffli, setja í örbylgjuofn á háum hita í 1,5 mínútu. Okkur finnst rosalega gott að skera mikið af ávöxtum og hella slatta af kókósvatni með því þetta getur verið svolítið þurrt. Voila!

P.s. við ætlum okkur ekkert sérstaklega að auglýsa Sirium Konsum súkkulaði, þetta er bara svo flottur bolli 😉

Auglýsingar

Heimatilbúið möndlusmjör


056Okkur finnst möndlusmjör ferlega gott, til dæmis á Paleo vöfflurnar okkar. En þetta vill kosta sitt og því kaupum við heilar möndlur í 1/2 kg pokum og búum til okkar eigið möndlusmjör! Það er súper einfalt en nauðsynlegt er að nota matvinnsluvél. Svona gerum við þetta:

Númer 1: stillum ofninn á 175°C.

Númer 2: við þekjum ofnplötu með álpappír og dreifum möndlum ofan á. Af því að við viljum fylla stóra krukku af möndlusmjöri þá setjum við eins mikið af möndlum og komast fyrir á plötuna, þó án þess að þær hrúgist.037

Númer 3: setjum plötuna inn í ofn þegar hann er orðinn heitur. Bíðum í 5-6 mínútur og hrærum þá í möndlunum svo þær brenni ekki. Látum þær svo vera áfram í ofninum í 5-6 mínútur.

042Númer 4: tökum möndlurnar úr ofninum og hellum þær yfir í matvinnsluvélina.

045

 

Númer 5: setjum vélina í gang og látum þetta maukast lengi, lengi, lengi. Þessi partur tekur smá tíma og miklu lengri tíma en maður á kannski von á og sýnið því þessu skrefi þolinmæði.

050

Númer 6: þetta er tilbúið! Svo er bara að setja þetta í krukku og geyma í ísskáp. Njótið 🙂

Ef þið prófið þessa uppskrift, endilega látið okkur vita hvernig hafi heppnast með því að skrifa ummæli við þessa færslu.

 

Paleo: dagur 12


VIð gáfumst upp á Whole 30 en höldum ótrauð áfram í Paleo, eða svona eins nálægt því og við getum 🙂

Alla Stína benti okkur á góða grein um MSG sem ef þið hafið áhuga á þá endilega kíkið. Þar er verið að velta fram spurningunni hvort MSG sé í raun skaðlegt eða ekki. Við erum alls ekki fróð í þessum efnum en vildum samt skýra af hverju maður tekur út MSG (og í raun alla þá fæðu sem bent er á) í Whole 30: til að kanna hvort MSG sé skaðlegt fyrir mann eða ekki. Maður finnur ekki endilega fyrir því ef eitthvað er stanslaust að pirra garnirnar. Að taka mat út í einhvern tíma og setja hann aftur inn lætur mann vita hvort maður þoli matinn eða ekki. Það þarf ekkert endilega að vera að MSG sé slæmt fyrir alla en gott að vita ef það er að hafa slæm áhrif á mann sjálfan.

Paleo: Whole 30, dagur 2


Jæja, hér höfum við það. Við erum byrjuð á Paleo, gangi okkur vel 😀

P.s. afsakið gæðin. Við tókum þetta upp á símann og tókst ekki betur en þetta, við höfum betri gæði næst 🙂

Nýr kafli


Við erum ekki búin að vera sérstaklega dugleg að segja ykkur frá gangi mála hjá okkur að undanförnu. Það eru þó alltaf einhverjir að rata hérna inn á hverjum degi, ef þið eruð gamlir félagar sem eru að vonast eftir molum frá okkur þá biðjumst við velvirðingar á slökum molagjöfum. Ef þið eruð ný þá velkomin! Við erum fólk sem eignuðumst barn, vorum alveg ótrúlega spennt og vildum skrá ALLT niður, tókum myndir og vídeó og deildum því með öllum. Við erum alls ekki minna spennt yfir barninu, þvert á móti. Hins vegar verðum við latari með tímanum að deila öllu því frábæra sem elsku barnið okkar gerir.

31

Gaman á leikskólanum

En þar sem Róbert var að hætta á leikskólanum sínum (og því fylgir gríðarleg gríðarleg sorg, sérstaklega hjá Maríu) og byrjar á öðrum í ágúst þá vildum við tja, deila því með ykkur. Sorgin stafar aðalega af þrennu: María fær alltaf þörf til þess að syrgja þegar eitthvað tekur enda, bara upp á princip. Róbert á BESTU vinkonu (fröken I) á leikskólanum sem hann fær ekki að hitta aftur og hann veit náttúrulega ekkert af því sem er enn sorglegra. Leikskólinn sem Róbert var á var frábær í alla staði og hann átti fullt af vinum þar og núna þarf hann að byrja upp á nýtt á nýjum stað. Og hverjar eru líkurnar á því að næsti leikskóli verði eins góður og sá síðasti? En það þýðir náttúrulega ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, það sem gerist gerist.

Annað spennandi í fréttum er að við byrjuðum á 30 daga Paleo í dag! Við hefðum hugsað okkur að vlogga (vídeó blogga) um það, hafið þið áhuga á að fylgjast með því?