Morgnarnir hjá okkur – alltaf!


Ég: Róbert þú ert að verða of seinn! Vertu fljótur!
Róbert: ég ER að drífa mig.. *stendur alveg kjurr og horfir á fæturnar sínar sem er ekki enn komnir í sokka þrátt fyrir 50 áminningar*
Ég: einmitt..

Auglýsingar

Kaffibrúsakallarnir


Þessir litlu félagar eru náttúrulega bara það krúttlegasta sem til er! Þetta er hann Gísli Ævar og við erum svo heppin að bæði hann og móðir hans (Magga Lú) eru í fæðingarorlofi, á sama tíma og við Frikki Lói, sem hjálpar okkur mikið því annars værum við að sturlast úr einmannaleika! En betri fæðingarorlofsfélaga er ekki hægt að finna ❤

Hér eru þeir félagar, glænýir! Eða svo gott sem.. Frikki Lói er 2,5 mánuðum eldri en Gísli

Hér eru þeir félagar, glænýir! Eða svo gott sem.. Frikki Lói er 2,5 mánuðum eldri en Gísli

Eftir langan vinnudag: kaffibrúsakallarnir Friðrik og Gísli

Langur vinnudagur: kaffibrúsakallarnir Friðrik og Gísli

received_10154106830621284

Ekkert betra en kaffi beint af brúsanum!

Krútthausarnir!

Krútthausarnir!

Slettist einstaka sinnum upp á vinskapinn. Ekki oft samt, bara stundum.

Slettist einstaka sinnum upp á vinskapinn. Ekki oft samt, bara stundum.

Ég mæli svo með því að þið kíkið inn á þessa síðu, þið sjáið ekki eftir því! 😀

P.s. myndirnar eru að sjálfsögðu eftir Möggu, en eins og þið flest vitið er það henni að þakka að það séu til sómasamlegar myndir af okkur fjölskyldunni allt aftur til ársins 2010 🙂

Snapchat dagur


Áður en María byrjaði að vinna þá tók hún maraþon Snapchat-dag (12. maí) og birti fullt fullt af myndum um það sem gengur og gerist með Friðrik Lóa í fæðingarorlofi.

Það eru til þeir sem halda að Windows símar séu bara með það besta í heimi (þið vitið hver þið eruð) en svo er svo sannarlega ekki og ástæðan er einföld: það er ekki til Snapchat fyrir Windows síma!

En af því að okkur þykir svo vænt um ykkur (þrátt fyrir skrítna símasmekki) að þá ákváðum við að setja saman þessar myndir, svo þið munduð nú ekki missa af öllu, heldur bara mestu 😀

Fyrsta bíóferðin!


Við Friðrik Lói fórum saman í mömmu og pabba bíó í dag, svaka sniðugt 🙂

image

Ferðin gekk bara nokkuð vel. Friðrik Lói var vakandi allan tímann og var afskaplega sáttur og glaður (þótt myndin gefi það ekki til kynna 😉 ), spjallaði helling, kúkaði tvær sprengjur, lék sér við frú apa og var almennt spenntur yfir myndinni 🙂

image

Bíó í fyrsta sinn!

Velkominn í heiminn!


Við fengum þessi æðislegu plaggöt frá Ingunni vinkonu en þessi frábæri snillingur hannaði þau sjálf 😀

20160502_125416-1

P.s. það er hægt að kaupa þessi plaggöt, frábær skírnargjöf! 😉 Látið mig endilega vita ef þið hafið áhuga.

P.p.s. Við fáum ekki greitt fyrir þessa auglýsingu, það er okkar einlæga skoðun að þetta er frábær gjöf fyrir nýbakaða foreldra 😀

Má bjóða þér samloku inn á klósetti?


Þegar Róbert var 6 mánaða byrjaði ég að vinna og Kári fór í fæðingarorlof. Þar sem Róbert var enn á brjósti og fékk aðalega næringu sínu þaðan bað ég um að fá að tíma til þess að mjólka mig í vinnunni. Það var lítið mál og gekk það vel. Róbert stækkaði og dafnaði á pumpaðri brjóstamjólk. Eini gallinn var að ég þurfti að pumpa alla mjólkina inn á klósetti í vinnunni, ég vissi því miður ekki að ég átti rétt á öðru.

Þar sem styttist í því að ég fari aftur að vinna (Friðrik Lói verður tæplega 5 mánaða) vildi ég athuga réttindi mín og annarri mjólkandi mæðra á vinnustað og deila þeim með ykkur.

Í reglugerð 931 frá árinu 2000 sem varðar öryggi þungaðra kvenna, kvenna sem nýlega hafa alið barn og konur með barn á brjósti á vinnustað, kemur fram að huga skal sérstaklega að öryggi mjólkandi mæðra. Vinnuerftirlitið gaf út vinnuumhverfisvísi í framhaldi af þessari reglugerð þar sem hún er túlkuð (sem hefur lagalegt túlkunarlegt gildi, þótt neðangreind atriði komi ekki fram í lögum):

(Bls. 16)
Það getur auðveldað útivinnandi konum að hafa börn sín á brjósti og stuðlað verulega að heilsuvernd bæði móður og barns að þær hafi aðstöðu á vinnustað eða nálægt honum til að mjólka sig og geyma mjólkina eða til að gefa brjóst. Talið er að brjóstagjöf geti stuðlað að því að verja konur gegn brjóstakrabbameini og móðurmjólkin ver ungbörn gegn ýmsum sjúkdómum. Hindranir við brjóstagjöf á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilbrigði bæði móður og barns. 
Forvarnir fela í sér: 
• aðgang að sérherbergi til að gefa barni brjóst eða mjólka brjóstin 
• afnot af öruggum, hreinum ísskápum til að geyma brjóstamjólk í á meðan vinna stendur yfir og aðstöðu til að þvo, sótthreinsa og geyma ílát 
• frítíma (án þess að dregið sé af launum eða fríðindi afnumin og án ótta við refsingu) til að mjólka sig eða gefa barni brjóst
Klósett telst ekki sem „sérherbergi til að gefa barni brjóst eða mjólka brjóstin.“
Ekki girnó

Ekki girnó

Nú kunna sumum finnast þetta smáatriði, skiptir máli hvar er mjólkað? Klósett er bakteríuumhverfi og við útbúum ekki okkar eigin mat inn á baði og því útbúum við ekki mat ungabarna inn á baði. Það má því ekki krefjast þess að mjólkandi mæður á vinnustað mjólki sig inn á klósetti.

Neongula mjólkin


Til að undirbúa komandi vinnandi sumar mjólka ég og set mjólkina í frystinn. Þar geymist hún í 6-12 mánuði. Þar sem ég mjólka nánast daglega tek ég eftir því að mjólkin getur verið mjög mismunandi á litinn, til dæmis er hún grátónuð á morgnanna en skjannahvít á kvöldin (þá er hún feitari).

Mjólkin til vinstri er pumpuð 23. mars en til hægri 24. mars

Mjólkin til vinstri er pumpuð 23. mars en til hægri 24. mars

Um daginn lenti ég þó í því að mjólkin var neongul á litinn! Þetta skýrðist af því að Kári var með kvef og var því mjólkin stútfull af mótefni 😀 Ég var búin að heyra um þetta fyrirbæri en ansi magnað að sjá þetta með eigin augum!

Þrír mánuðir án osts! :o


Fyrstu þrjá mánuði ævi sinnar var ekkert sem Róbert elskaði jafn mikið og brjóstagjöf og brjóstamjólk. Sennilega af því að honum var svo íllt í maganum sínum, nema þegar hann var á brjósti. Róbert var því mikill brjóstakall.

Friðrik Lói er ekki eins mikill brjóstakall, enda eini tilgangurinn til þess að drekka mjólk er til þess að vera ekki svangur og ef maður er ekki svangur þá hafa brjóst engan tilgang, því framtíð er jú ekki til þegar maður er þriggja mánaða. Hann var líka aðeins lengur að læra þetta brjóstagjafadæmi heldur en Róbert, enda fékk hann minni æfingu. Brjóstagjöfin var því ansi sársaukafull til að byrja með og tók góðar 6 vikur áður en öll sár voru farin. Þegar hann var tveggja vikna fengum við brjóstagjafaráðgjafa heim til okkar til þess að við gætum lært takið almennilega, það hjálpaði helling og mæli ég með því, en mér skilst að hægt sé að fá bróstagjafaráðgjafa frítt heim til sín þangað til barnið er 10 daga gamalt. Þannig mæli með því!

Heimilisleg brjóstagjöf :)

Heimilisleg brjóstagjöf 🙂

Fljótlega kom þó í ljós að Friðrik Lói er með mjólkuróþol eins og bróðir sinn og hef ég því ekki borðað neinar mjólkurvörur (nema óvart) síðan hann var 3 vikna. Það er búið að vera ansi strembið og er ég farin að sakna osts alveg hrikalega! Ég var þó búin að undirbúa mig svolítið, því mér fannst líkur á því að hann væri með mjókuróþol og var líka ansi hrædd um að eignast annað kveisubarn og vildi gera allt sem ég gæti ti lþess að minnka líkurnar á því. Ég hætti því mestum mjólkurvörum frá áramótum, því það getur tekið allt að tvær vikur fyrir líkamann að losa sig við kúamjólkina úr líkamanum. Friðrik Lói varð því aldrei verulega slæmur í maganum, nema þegar ég prófaði að fá mér SMÁ rjóma með bollunni minni í febrúar. En í dag varð Friðrik Lói 3 mánaða og því prófaði ég að fá mér smá smjör og súkkulaðiköku. Oft þola börn leifar af kúamjólk úr brjóstamjólkinni í kringum 3 mánaða, allavegana gerði Róbert það, þannig að nú vonum við það besta! Hann hefur ekkert kvartað í dag og nú vonum við að nóttin verði góð, allir að krossleggja fingur 😀

Ostur, ostur, ostur! 😀 Ostur á brauð, ostur á pizzu, ostur á taccos, tikka masala, kökur, brauðtertur, heitir réttir, skyrterta, ostafylltar kjötbollur, pottréttir, bollur með MIKLUM rjóma, ís og svo framvegis. Bara brot af því sem ég er búin að missa af á þessum 10 vikum. En nú get ég vonandi farið að sökkva mér í kúamjólkinni 😉

Fylgjuát


Velkominn út fyrir þægindahringinn.

Það eru skiptar skoðanir um þetta, skiljanlega, og fyrir marga er þetta langt út fyrir þægindahringinn. Ég, María, rakst fyrst á þetta á netinu fyrir nokkrum árum þar sem kona í Bandaríkjunum var að ræða þetta á YouTube. Afskaplega forvitnilegt, en datt ekki í hug að ég mundi einhverntíman vilja gera þetta sjálf. Af og til hefur þetta komið upp í umræðunni en mér hefur aldrei fundist þetta ólógiskt. Í fyrsta lagi borða önnur spendýr fylgjuna sína, í öðru lagi er ekkert óeðlilegra að borða sinn eigin innmat heldur en af öðrum dýrum og í þriðja lagi er mun öruggara en að borða sinn eigin innmat en úr öðrum dýrum. Í þessu eru engar utanaðkomandi bakteríur eða efni sem líkaminn þarf að berjast við. Og í fjórða lagi er fylgjan full af næringarefnum.

Nú hefur fylgjuát kvenna ekki verið rannsakað neitt sérstaklega svo ég viti til og því ýmsir fyrirvarar á þeim kostum sem nefndir eru. Áhrifin sem konur finna fyrir eru mjög misjafnar, margar segja áhrifin jákvæð á meðan sumar konur finna fyrir neikvæðum áhrifum. Sért þú að spá í þessu mæli ég með að skoða allar hliðar málsins.

Hugmyndin um að elda og borða mína eigin fylgju kom eftir að við höfðum tekið ákvörðun um að eiga heima. Ef svo yrði af þá mundi ég geta valið sjálf hvað ég vildi gera við fylgjuna. Það var aðalega tvennt sem ég vildi gera: annað hvort að borða hana eða að koma henni ofan í jörðu og gróðursetja tré ofan á: fylgjutré 🙂 Ég gerði frekar ráð fyrir því að vilja elda hana og borða, enda eru margir mögulegir kostir við það, heldur en að planta henni en ef mér mundi snúast hugur eftir að hafa séð hana þá gæti ég alltaf skipt um skoðun. Og svo eins og Kári sagði „þú færð nú sennilega bara eitt tækifæri til þess að borða þína eigin fylgju“ og þá var það selt 😉

Þegar fylgjan var fædd skoðuðu ljósmæðurnar hana, eins og þær eiga að gera, og þegar kom í ljós að allt var í góðu með hana þá setti Kári hana í frysti. Viku seinna tók ég hana úr frystinum og fékk Kristbjörgu heimaljósmóður (ekki ljósmóðurinn okkar þó) til þess að aðstoða mig við að elda hana og koma henni í hylki. Það eru til ýmsar leiðir til þess að elda fylgju en þetta er nokkurn vegin það sem Kristbjörg gerði: skar belgina af, þerraði fylgjuna og skar hana svo í bita. Eftir það settum við hana i ofn og bökuðum á lágum hita (80-100°C) í 8-10 klukkutíma. Þegar það var komið þá duftuðum við Kári hana í NutriBullet, svo kom Kristbjörg aftur og hjálpaði okkur að setja duftið í hylki. Það er frábært að hafa einhvern með sér í þetta sem þekkir fylgjur vel og hefur gert þetta áður, og mælum hiklaust með Kristbjörgu 🙂

Fylgjan komin í hylki! Það eru til myndir áður en hún var komin í hylki en við ákváðum að hlífa ykkur :)

Fylgjan komin í hylki! Það eru til myndir áður en hún var komin í hylki en við ákváðum að hlífa ykkur 🙂

Núna er ég búin að vera að taka hylkin í tvær vikur og líður afskaplega vel. Mér finnst alveg ómögulegt að segja til um hvort það sé fylgjuátinu að þakka eða ekki, en ég veit að þetta skaðar allavegana ekki. Seinni tvær vikurnar hafa verið töluvert auðveldari en fyrri vikan (án fylgjuáts) en það gæti líka verið vegna þess að það er almennt jákvæð fylgni milli þess tíma sem líður frá fæðingu og vellíðunar móður. En mér finnst þó mjög líklegt að þetta sé að hjálpa mér að ná blóðmagninu upp aftur, en ég missti talsvert af blóði í fæðingunni. Hvort þetta geri mig svo orkumeiri og haldi fæðingarþunglyndinu frá er erfiðara að segja. Mér finnst ég töluvert orkumeiri en til dæmis þegar Róbert var á Bauns aldri, en Róbert var líka veikur af magakveisu og almennt órólegra barn. Sömuleiðis finnst mér ég finna töluvert minna fyrir fæðingarþunglyndi núna en ég gerði með Róbert, en það gæti aftur verið vegna þess að þá svaf ég töluvert minna og þurfti að sinna mjög litlu veiku barni.

Mundi ég mæla með þessu? Ekki hugmynd! Mér finnst þetta gera mér gott og ef mæður vilja, treysta sér til og vilja prófa eitthvað nýtt þá er þetta algjörlega eitthvað til þess að skoða 🙂

Að njóta :)


Stundum er ekkert annað að gera en að bara njóta og það er það sem við erum að gera. Ekki þrífa, taka til, blogga, taka milljón myndir, læra eða neitt svoleiðis. Heldur bara njóta. Og vinna fyrir Kára reyndar. En annars erum við sultu slök þessa dagana 🙂 Fyrir utan, aftur, Kára sem er að klára verkefni og þarf að vinna á milljón.

image

Lífið er gott ❤

37 + 3


Það er EKKERT að gerast.. Eftir 2 vikur af rúmlegu til þess að passa að þessi gutti komi ekki of snemma þá er frekar pínlegt að ekkert skuli gerast þegar loksins má fara að gerast eitthvað :p

Það fylgir þessu bæði góð og slæm tilfinning. Það er gott að geta fengið aðeins meiri tíma til þess að undirbúa okkur en á sama tíma er löngunin til þess að klára þetta ansi sterk. Við reynum samt að njóta eins og við getum. Litli kall mætir þegar hann er tilbúinn 🙂

Það er kannski ekki alveg rétt að segja að ekkert sé að gerast, það eru enn vissulega fullt af samdráttum flestar nætur en þær detta niður um morguninn og gera því ekkert annað en að halda fyrir mér vöku, eins og núna :/ og þarf ég svo að sofa hálfan daginn.

Róbert tilkynnti pabba sínum (þegar mamma var sofandi eftir langa andvökunótt) að Bangsi væri líka með barn í maganum og því væri hann líka alltaf sofandi! Úps.. Elsku barn ❤

image

Róbert og bumbulingur í gær

/María

32 klukkutímar


Það var bara ekki nóg að hafa daganiðurteljara og því kominn klukkutímaniðurteljari 😛

image

Bara 32 klukkutímar í áramót og þar með 37 vikurnar! :mrgreen:🎉

/María

Vika 31: Lífið og bumba


Í dag erum við komin 31 viku á þessari meðgögnu, óttalega líður tíminn hratt! Ef Baun kæmi á sama degi og Róbert þá eru aðeins 7 vikur og 5 dagar í hann, íííí! En gæti allt eins verið 11 vikur 🙂

Við erum svo sem alls ekkert að stressa okkur og okkur finnst biðin ekki löng. Frekar að hann fái að bakast lengra heldur en styttra, enda margt sem við viljum gera og já, eiginlega bara njóta áður en hann kemur. Við vitum að fyrstu vikurnar geta verið svolítið erfiðar, þótt þær séu að sjálfsögðu líka yndislegar. En að þurfa ekki að vakna milljón sinnum á nóttinu eru forréttindi og við ætlum að njóta á meðan við getum! 😉

Það er þó búið að vera heldur mikið að gera hjá okkur að undanförnu. Kári er með 100% ráðningu, tímabundna, en er á sama tíma að kenna um 8-10 tíma á viku, er í skólanum og með þrjú verkefni til hliðar eins og staðan er í dag. Ég er svo að vinna og í kvöldskóla. Það er því búið að vera nóg að gera og hefur okkur við ekki fundist við hafa getað notið meðgöngunnar eins mikið að undanförnu. Þetta fer þó að klárast eitt af öðru og verður að mestu búið fyrir jól.

IMG_2795-1

Ljósm. HoF

Því miður þá hefur heilsan mín ekki verið uppá sitt besta. Grindargliðnunin er farin að segja vel til sín og svo komumst við að því í síðustu viku hjá grindarbotnssérfræðingi (já, það er til svoleiðis, meira að segja tveir á Íslandi) að hann mætti alveg vera sterkari og teyganlegri en hann er. Hann kom víst ekki eins vel út úr síðustu fæðingu eins og hefði mátt. Góðu fréttirnar eru þær að það eru margar æfingar sem hægt er að gera og til tölulega auðvelt að byggja hann upp. Hins vegar er tíminn frekar naumur fyrir næstu fæðingu. En, eins og Kristbjörg ljósmóðir segir, þetta endar alltaf með barni, sama hvað! Hvort sem grindarbotninn verður fullkomlega tilbúinn eða ekki..

En vegna þessara verkja hef ég fengið leyfi til þess að minnka við mig vinnu en ég vinn um 50% núna. Það er alveg ómetanlegt að vinna á góðum stað á meðgöngu, ótrúlega kann ég að meta það! Það er reynt að hlífa mér við öllum stress verkefnum og fæ ég að vinna það sem ég vil í rólegheitum. Ég hef líka fullt leyfi til þess að fara eða koma eins og ég vil eftir því hvernig dagarnir eru. Það er mikill léttir 🙂

/María

Babyshower!


Mestu krútthaus-yndisvinkonur héldu fyrir mig Babyshower! Eða Barnasturta eins og sumir vilja kalla þetta 😉 Ég á náttúrulega ekki til orð yfir frábærum vinkonum sem ég á! Að þær skuli taka sig svona saman, plana, baka, kaupa gjafir og ég veit ekki hvað og hvað! Þetta fær mann virkilega til þess að átta sig á hversu heppin maður er með fólkið í kringum sig! ˂3 Dúllurassar! 😀

En þetta var mjög gaman! Ég var sótt af Önnu (sem btw kom alla leiðina frá Drangsnesi!) sem skuttlaði mér til Öllu Stínu þar sem allar biðu, en þar var búið að skreyta hátt og lágt (í bláu að sjálfsögðu) og borð fuuuullt af kræsingum! Ólétta konan ekki ósátt við það 😉

12200819_10153141160932761_246621767_n

Svo var farið í leiki, borðað, spjallað, dekur (gelnegur og facial, hef sjaldan verið sætari) og afhentar gjafir. Ofboðslega var ég ánægð að litla Baun fær föt sem eru glæný og ekki bara föt frá eldri bróður 🙂 Síðast en ekki síst fékk ég meðgöngunudd! Sem ég er úberspennt fyrir, en ég ætla að fara í desember þegar skólinn er búinn, get ekki beðið!

Sara og María úbersætar með maska

Sara og María úbersætar með maska

Í lokin kveikti hvert og eitt þeirra á kerti og sögðu einhverja ósk fyrir Baun. Ótrúlega var þetta fallegt! Það er svo magnað að sjá hvað nýtt líf, nýtt barn, er ekki bara foreldranna, heldur allra í kringum barnið. Það eru ekki bara við sem elskum það, vonum, óskum og biðjum. Fullt, fullt af fólki í kringum okkur sem eru að taka þátt í lífi barnsins okkar og ó, hvað það er fallegt 🙂

María blæs kertin með öllu fallegu óskunum

María blæs kertin með öllu fallegu óskunum

Takk elsku dúllurnar mínar fyrir allt! Þið eruð náttúrulega æði hver og ein ykkar ˂3

/María og Baun (28 vikur og 3 dagar)

Sæt eins og mörgæs!


Eins og þið vitið þá er ég byrjuð að vagga, fallega að mínu mati. Og greinilega fleirum sem finnst það:

Ég er að labba/vagga framhjá samstarfskonu minni, Báru, sem segir
„Veistu, María, mér finnst mörgæsir alveg ofboðslega sætar!“
„Já, er það?“ frekar hlessa..
„Já, ég ELSKA mörgæsir!“
„Ertu að segja að ég sé mörgæs?!“ 😀

image

Bára og María á rauðum degi í vinnunni (við unnum verðlaun!)

Grindarvesen


Í dag er grindarvesenisdagur. Ég er búin að hvíla mig í allan dag í von um að með hvíldinni verði grindin betri. Veit ekki hvort það hafi endilega tekist, en sakar ekki að reyna. Það er bara svolítið erfitt að geta ekki neitt, sérstaklega fyrir samviskuna.

image

/María og Baun (27 vikur + 5 dagar)