Þau læra það sem fyrir þeim er haft…


Við erum jú búin að vera í alls konar framkvæmdum undanfarið og alveg greinilegt að Frikki Lói hefur verið að fylgjast með, hann vissi nákvæmlega hvað átti að gera við málbandið! 😀

Frikki Lói i framkvæmdum

Og það er verið að mæla..

Iðnaðarmannalookið!

Mæli mæl

Þetta er framkvæmdabuguninn, hann lærði hana líka frá foreldrunum

Allt í gúddí samt, svo er bara haldið áfram!

Nákvæmt niður í millímetra!

Eða kannski bara ekkert nákvæmt..

Auglýsingar

Gleðilegt nýtt ár 2017!


Vá, þetta ár leið hratt! Ekki síst síðustu 3 mánuðir, þeir bara flugu!

Það allra merkilegasta á þessu ári hjá okkur var að sjálfsögðu fæðing Bauns, númer tvö var kaup á húsi og sölu á elsku litli íbúðinni okkar. Við eigum eftir að sakna hennar þótt við séum að sjálfsögðu alveg ótrúlega spennt fyrir húsinu – við ELSKUM þetta hús! Alveg óeðlilega.. ef þið komið í heimsókn og við setjum plast yfir allt gólfið og húsgögnin, þá ekki móðgast, þetta er eins og að eignast fyrsta barn og við erum bara svolítið over-protective. Sennilega hafa þessi tilfinningabönd eitthvað með það að gera að við erum að leggja ótrúlega mikla vinnu í nýja heimilið, en við höfum aldrei verið í eins miklum framkvæmdum. Nú skiljum við af hverju fólk varaði okkur við að byggja hús frá grunni, bara það að setja upp litla íbúð með einum vegg og eldhúsinnréttingu er heljarinnar umstang. Við erum með samtals 7 iðnaðarmenn í vinnu á einhverjum tímapunkti. Sem betur fer þekkjum við þá flesta og erum þeim afskaplega þakklát, án þeirra hefðum við aldrei geta gert þetta. Án djóks, aldrei! Sem betur fer föttuðum við það ekki áður en við keyptum húsið.. við hefðum aldrei þorað.

En líf okkar er að mestu búið að snúast um þetta síðan í september þegar við skoðuðum húsið, gerðum tilboð, fengum samþykkt, fórum í söluferli með íbúðina okkar (og bíllin bilaði í 7 vikur), seldum, fjármögnunarferli, vinna ótrúlega mikið því það kostar marga peninga að flytja, pakka, fá afhent og nú að gera allt rosa fínt í nýja húsinu svo við getum flutt. Fjúff, síðustu mánuðir hafa verið crazy! Og ekki munum við slaka neitt á, við erum spennt fyrir 2017! 😀

r69a0685-1

Gleðilegt árið elskurnar okkar, hlökkum til að eiga góðar stundir með ykkur á árinu!

Við ætlum að kaupa hús!


Eftir hátt í tveggja mánaða ævintýri er það loks komið á hreint! Við fáum að kaupa húsið okkar! Allt komið í gegn 😃😃😃😃 (tilefnið kallar á meiri brosandi kalla og kerlingar en finnum þau ekki þannig setjum bara marga í staðinn 😃😃😃😃).

Það er viðeigandi að fá þessar fréttir i dag, á afmælisdegi Róberts, en við eigum að fá afhent á afmælisdegi Frikka Lóa! 10. janúar á næsta ári! 😀

Spennandi, Spennandi!

10 mánaða!


Þá er litli snúður orðinn 10 mánaða! Í tilefni þess ákváðum við að rjúfa bloggþögnina 😉 Eins og flest ykkar vitið sem þekkið okkur þá er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur undanfarið. Við ákváðum að kaupa hús og allt fór á hvólf. Auk þess bilaði bíllinn og við erum búin að vera á strætó í 6 vikur! Það er meir en að segja það sem fjögurra manna fjölskylda að ætla að taka strætó útum allt; vinna, afmæli, læknisheimsóknir, búðarferðir, sundtímar og svo framvegis. Átök krakkar, átök!

En þótt þetta sé búið að vera erfitt þá erum við búin að njóta undanfarna mánaða í botn. Við eigum bestu og yndislegustu stráka í heimi. Róbert er klárasti krakki í heimi og Frikki Lói sá krúttlegasti! Þessir bræður eru bara það yndislegasta sem til er 😀 Við tókum meðvitaða ákvörðun um að á meðan lífið er svolítill hvirfilbilur að einbeita okkur eins og við getum að hvort öðru og reyna að láta ekki allt stressið og excel skjölin fara með okkur. Bloggið þurfti því að fá að víkja á meðan. Sem okkur finnst leitt því við viljum svo gjarnan geyma fjölskylduminningarnar hérna, en stundum krefst lífið einfaldleg að maður sé á staðnum að eiga þessar minningar heldur en að muna alltaf eftir því að skrá þær allar niður.

Anywho, þetta á víst að vera um Friðrik Lóa og hans 10 mánuði (9 mánuðurinn líka, því við gleymdum að setja hann hérna inn).

 • Frikki Lói er kominn með tvær tennur, tvær fremstu í neðri góm. Þær komu með stuttu millibili svona um 9 mánaða aldurinn.
 • Hann tók sín fyrstu skref! Alveg óvart, hann var að elta múmínmömmu sem hékk á úlpunni hennar Önnu vinkonu. Sá litli var svo spenntur, hafði ekkert til þess að halda í og þurfti því bara að gera svo vel að standa og taka nokkur skref. Sem hann hefur þó ekki fundist þörf á að gera aftur.
 • Ást hans á tónlist hefur bara farið vaxandi og er hann hin mesta alæta á tónlist, eins og sjá má glögglega á Spotify listanum hans hér.
 • Það er alveg greinilegt að sá litli veit nákvæmlega hvað hann vill. Eins og hann var nú easy going til þess að byrja með. En ef hann fær ekki að leika sér með skítugu kúka bleiurnar, oh my lordy! Þá er sko öskrað út um allt hverfið.
 • Friðrik Lói sefur upp í hjá okkur hálfa nóttina og finnst það afskaplega kósý. Eiginlega bara við líka þannig við erum ekkert að drífa okkur með að kenna honum að sofa alla nóttina, í bili allavegana. Hann drekkur 1-3 á nóttunni en þess á milli klessir hann sér upp við pabba sinn og vill helst hafa hausinn lengst upp í handarkrika Kára. Þess vegna er stundum dauf svitalykt af kollinum hans 😀
 • Róbert sagði við mömmu sína í gær „það er alveg hægt að leika sér með ungabörnum eins og Friðriki Lóa! Það er bara gaman.“ Og þeir bræður eru svo sannarlega duglegir að leika sér saman 🙂 Það skemmtilegasta er þegar Róbert finnur aukadýnuna og hendir bróðir sínum á hana og hleypur með hana útum alla íbúð, þá er sko fjör!
  20161110_185620

  Við erum búin að gefast upp á mánaðarmyndunum, svona leit baráttan út í dag

  20161110_1857410

 • Friðrik Lói er með spes matarsmekk. Við eigum stundum í talsverðum vandræðum með að finna út hvað sé hægt að gefa honum að borða. Það sem var gott í gær og í fyrradag þarf ekkert endilega að vera gott í dag. Okkur finnst hann svo ekki borða neitt sérstaklega vel. Hann klárar af disknum sínum einstaka sinnum (ef hann vill borða yfir höfuð) en yfirleitt ekki. Kannski erum við bara of góðu vön með Róbert sem borðaði allt og mikið.

Hversdagsleikinn


Klukkan er 7 að kvöldi. Friðrik Lói er orðinn mjög þreyttur, enda komið að háttatíma hans, Róbert er ennþá svangur (þrátt fyrir að vera búinn að borða kvöldmat, fulla skál af ab-mjólk með müsli og tvær nektarínur), mamma og pabbi úrvinda eftir langan dag og langa nótt þar sem Friðrik var duglegur að vakna og biðja um snudduna sína. 

Það eru allir duglegir að tala enda hafa allir frá nóg að segja, svo margt sem gerist á einum degi, svo margar hugsanir til þess að deila með fjölskyldunni. Það er allt í drasli og bara tveir fullorðnir til þess að ganga frá, tveir mjög þreyttir fullorðnir.

Þetta er bara tímabil. Áður en við vitum af eru þeir flognir úr hreiðrinu og við söknum þeirra. Best að njóta bara.

Myndatökubaktería Róberts og Spjarardagbók


Eins og þeir sem þekkja Maríu vita þá hefur hún í gegnum tíðina verið ansi iðinn við að taka myndir (ekki síst á menntaskólaárunum þegar hún fékk viðurnefnið María myndavél, enda alltaf með myndavélina á lofti, engir smartsímar þá!).

20160618_135719

Svo virðist sem Róbert hefur erft þennan áhuga, en hann náði að taka 177 myndir á tveimur tímum þegar við heimsóttum Spjör um daginn. Það er virkilega gaman að fara yfir þessar myndir og sjá heiminn svolítið út frá Róberti. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir eftir hann (alveg hráar, við vildum ekkert breyta þeim) og í leiðinni smá dagbók eftir hann 🙂

Horfa á mömmu frá aftursætinu

Horfa á mömmu frá aftursætinu

Spjörin

Spjörin

Fjósið

Fjósið

Spjararvegurinn

Spjararvegurinn

Pabbi að labba

Pabbi að labba

Hrútshorn

Hrútshorn

Krummafætur

Krummafætur

Einsömul snudda

Einsömul snudda

Gosbrunnurinn

Gosbrunnurinn

Þvotturinn á snúrunum

Þvotturinn á snúrunum

Spjarará (eiginlega lækur en heitir á)

Spjarará (eiginlega lækur en heitir á)

Litli bróðir að knúsa sokk

Litli bróðir að knúsa sokk

Fiskur á veggnum

Fiskur á veggnum

Mamma að rúlla kjötbollum

Mamma að rúlla kjötbollur

Hrossafluga (sem varla sést)

Hrossafluga (sem varla sést)

Rólan

Rólan

Gosbrunnurinn settur á fullt fyrir myndina, Kirkjufell í baksýn

Gosbrunnurinn settur á fullt fyrir myndina, Kirkjufell í baksýn

Það er virkilega gaman fyrir okkur að eiga þessar myndir eftir Róbert, enda myndefni sem okkur mundi aldrei detta í hug að festa á filmu (eða þið vitið, þannig) en við vitum að verður dýrmætt þegar fram líða stundir. Við verðum allavegana ekki feimin við að lána þeim stutta myndavélina aftur og sjá hver afraksturinn verður 🙂

Snapchat dagur


Áður en María byrjaði að vinna þá tók hún maraþon Snapchat-dag (12. maí) og birti fullt fullt af myndum um það sem gengur og gerist með Friðrik Lóa í fæðingarorlofi.

Það eru til þeir sem halda að Windows símar séu bara með það besta í heimi (þið vitið hver þið eruð) en svo er svo sannarlega ekki og ástæðan er einföld: það er ekki til Snapchat fyrir Windows síma!

En af því að okkur þykir svo vænt um ykkur (þrátt fyrir skrítna símasmekki) að þá ákváðum við að setja saman þessar myndir, svo þið munduð nú ekki missa af öllu, heldur bara mestu 😀

Fyrsta fjölskyldu Selfie-ið


Í dag er yngsta barnið okkar 100 daga gamalt (og elsta barnið okkar 1982 daga). Í tilefni dagsins tókum við fyrstu fyrsta fjöslkyldu selfie-ið. Eins og sjá má eru börnin okkar alveg jafn spennt yfir þessum merka atburði og við. Peace – out.

13016871_10154338839408646_862623819_o

Stóri bróðir passar upp á þig ❤


Friðrik Lói tekur yfirleitt daglúrana sína út á svölum en Róbert hefur ekki tekið eftir því hingað til, enda yfirleitt á leikskólanum þegar Friðrik fer að sofa. Í dag er laugardagur og eitthvað vorkenndi Róbert litla bróður fyrir að vera einn út á svölum og ákvað að veita honum félagsskap :mrgreen:

image

Róbert tók stólinn með sér út og ætlaði að passa upp á litla bróður á meðan hann svæfi

Það endist reyndar bara í mínútu og þá var hann búinn að gleyma afhverju hann var út á svölum 😛 En það er hugurinn sem skiptir máli! :mrgreen:

Að njóta :)


Stundum er ekkert annað að gera en að bara njóta og það er það sem við erum að gera. Ekki þrífa, taka til, blogga, taka milljón myndir, læra eða neitt svoleiðis. Heldur bara njóta. Og vinna fyrir Kára reyndar. En annars erum við sultu slök þessa dagana 🙂 Fyrir utan, aftur, Kára sem er að klára verkefni og þarf að vinna á milljón.

image

Lífið er gott ❤

Hver er spennt fyrir áramótunum? Essasú?!


Við! Alveg ógó! Og af hverju er það? Jú, 1. janúar 2016 erum við komin akkurat 37 vikur og litla Baun má koma í heiminn (samkvæmt sónar er settur dagur 22. janúar en ekki 21. janúar, heilbrigðisstarfsfólk fylgja sónar dagsetningunni). En þessa dagana heldur hann að hann megi kannski koma eitthvað fyrr, sem er bara nónó.

Niðurtalningin er því byrjuð: 11 dagar í 1. janúar í dag. Þangað til er María heima og gerir helst ekki neitt nema að sinna frumþörfum.

Þegar María gleymir sér og heldur að hún geti nú samt alveg sett í eina vél, þá byrja samdrættirnir að koma 1/2 til 1 sólahring seinna. Sem betur fer hafa þeir hingað til verið óreglulegir og hætt að mestu leiti nokkrum klukkutímum fyrr, en hafa samt náð að gera okkur verulega áhyggjufull. Því er algjört bann við að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir Maríu.

Greyið Kári er því eins konar einstæður faðir þessa dagana, og eiginlega með tvö börn á framfæri frekar en eitt :p

Stórir bróðir að heilsa litla bróður

Stórir bróðir að heilsa litla bróður

Góðu fréttirnar eru þær að nú erum við búin í öllum prófum og Kári kominn langt á veg með þau verkefni sem hann þarf að klára fyrir jól, þannig kósý tími fram undan hjá þessari litlu fjölskyldu 🙂

/Kári, María og Baun (35 vikna + 4 dagar)

Effelturnaást


Við fjölskyldum ásamt ömmu Guðrúnu kíktum til Parísar yfir langa helgi og nutum okkar í botn! Það sem stóð upp úr:

 • Parísarbúar eru bara alls ekkert dónalegir, þvert á móti! Þeir voru sérstaklega duglegir að standa upp fyrir Maríu í lestinni, sem veitti ekki af, og fólk kom þó nokkuð oft til okkar þegar það sá að við vorum vilt og bauð fram aðstoð sína.
 • Airbnb er æði!
 • Effelturnin og ást Róberts á honum. Við ætluðum ekki að eyða hálfum degi að fara alla leiðina upp en bara urðum þar sem Róberti langaði svooo mikið! Elsku krúttið 🙂 Og ef einhver óvart missir út úr sér Parísarturninn í staðinn fyrir Effelturninn fær sá hinn sami skammir í hattinn
 • Lestaástin hans Róberts. Hann var mjög hrifinn af lestunum og vildi helst bara ferðast í þeim alla daga. Fyrir utan að skoða Effelturninn að sjálfsögðu.
 • Fatakaup, það var afsakplega yndælt að geta fatað fjölskylduna upp fyrir veturinn á viðráðanlegu verði, ekki síst fyrir Baun 🙂
 • Matur, hlátur, mannlífið og borgin í heild sinni. Algjört æði og vonandi getum við skellt okkur í næstu ferð eftir ekki of langan tíma, og þá sem fjögurra manna fjölskylda!
Hátt hátt upp í Effelturni!

Hátt hátt upp í Effelturni!

/Kári, María, Róbert Leví og Baun

Afmæli


Á laugardaginn 1 ágúst (það tók Kára 13 daga að hlaða upp myndum) var haldið uppá 29 ára afmælið hennar Maríu. Haldið uppá í þeim skilningi að þá var hinn árlegi afmælismatur Maríu og Báru frænku heima hjá afa Frikka og Ömmu Steinu, en þá grillar Afi frikki sínar dásamlegu nautalundir og stúlkurnar fá að opna pakka. Að þessu sinni fékk María stórann pakka frá öllum í fjölskyldunni.

20150805_143834

Kári var dálíið hræddur um að María myndi fatta hvað var í pakkanum þegar hún sæi hann og ákvað því að reyna að villa fyrir. Hún fékk því lítinn pakka sem innihélt miða og á miðanum sem sagði henni að loka augunum og rétta út hendurnar. Þá fékk hún stóra pakkann.

20150805_143823

Um hádegið höfðu Kári og Róbert farið heim til afa og ömmu til að fela stóra pakkann og undirbúa herlegheitin. Róbert lofaði að segja mömmu ekki neitt.

Þegar heim var komið fór Róbert beint til mömmu sinnar:

Róbert: Mamma, ég datt í stiganum hjá afa og ömmu.
María: Ha varstu hjá Afa og Ömmu?
Róbert: Já, ég var bara að labba niður stigan og datt á rassinn.
María: Ha?
Kári höstugur áminnti Róbert: Róbert, hvar vorum við?
Róbert: Ég má ekki segja!

Eftir að við vorum búinn að hlæja dáldið segir Róbert: „Ég má bara segja frá littla p…“ en pabbi er fljótur að sussa. Sem betur fer fattaði María ekki neitt og sagði að hún hefði aldrei fattað hvað var í pakkanum. Fyrirhöfnin var því algjör óþarfi, en skemmtileg eigi síður, það er ekki hægt að treysta litlum fjögurra ára 😉

20150805_212705

Hér má finna fleiri gullmola 🙂

P.s. við vitum ekki enn hvort litla Baun sé stelpa eða strákur. Kári skrifaði „Frá mér [Róberti] og systur minni..“ til að gera grín að flestir sem hafa tjáð sig um það segja að við eigum von á stelpu 🙂

Pabbakaup í sundbúð


Laugardagurinn 9. ágúst 2014:
Pabbi liggur upp í rúmi að hvíla sig og er með sængina hans Róberts. Róbert er hjá honum og pabbi spyr:
„Ertu ánægður með sængina þína Róbert?“
„Já“
„En ertu ánægður með pabba?“
„Nei“
„Af hverju ekki?“
„Ég vil pabba sem ruglast aldrei og er ekki vond lykt af“
Þá labbar mamma inn í herbergið og pabbi spyr:
„En mamma, ertu ánægður með hana?“
„Já, það er ekki vond lykt af henni“
Kári lætur þá Maríu vita að Róbert sé ekki ánægður með pabba sinn og langar í nýjan.
„Ég er nú ekkert rosalega ánægð með það Róbert,“ segir mamma „hvar ætlaru svo sem sem að fá nýjan pabba?“
„Við kaupum bara nýjan“
„Hvar kaupir maður svoleiðis,“ spyr pabbi „bara út í búð? Svona pabbabúð?“
„Nei, í sundbúðinni,“ svarar sá stutti.
Þá vitum við það, það er hægt að kaupa pabba í sundbúðum. María er þó ekkert á því að við þurfum að skipta, frekar að senda pabba oftar í sturtu 😉
P.s. María er alls ekki sammála Róberti að það sé vond lykt af Kára, annað hvort er þefskyn gamlingjanna orðið svona lélegt eða barnið að rugla. Við viljum meina að barnið sé að rugla.

20140703_165526

Þennan gullmola ásamt fleirum finnið þið hér 🙂

Könguló, Lingelangeló


Við eigum þó nokkuð af gæludýrum, flest, nei öll, þeirra af sjálfsdáðum. Í dag bættist ein í hópinn:

image

Mynd tekin af Róberti Leví

Þetta er hún Aulinn Ég (e. Despicable Me), Róberti Leví nefndi hana. Fyrir í hópnum eru 2 flugur (ónefndar) og 6 aðrar köngulær (einnig ónefndar). Gæludýr er það sem gerir heimili að heimili, sagði einhver.

Listamaður? Öh…já!


Erum í matarboði og sáum þessi frábæru listaverk á veggnum! Eigum við verðandi listamann?

image

Það skal tekið fram að þetta er hjá ömmu og afa. Það sem vantar upp á hæfileika bætist upp með ömmu og afa stolti og ást.

Til í spjall?


Róbert elskar að tala í síma og ef hann hefur engan til þess að tala við þá þykist hann tala við einhvern í síma.. Hér er dæmi um símtal við nokkra í einu; pabba, Lilju, bát og hákarl.

Venjulega er Róbert ekki svona dónalegur og ussar á okkur en einhverra hluta vegna þá heldur hann að það sé hluti af því að tala í síma að vera dónalegur við aðra í kringum sig. Við höldum að hann hafi lært þetta á leikskólanum 😉

Klukkan er 5.30 og ég get ekki sofið


Ég er búin að vera veik síðan á föstudaginn og þegar ég er loksins á leiðinni í vinnuna þá er ég komin með sýkingu í kjálkann og er að drepast úr verkjum. Allavegana segja sérfræðingar (aka mamma) að þetta bendir til sýkingar.

Áður en ég varð veik á föstudaginn fórum við Róbert að heimsækja langafa Guðmund og hitt gamla fólkið á elliheimilinu. Það var starfsdagur á leikskólanum og við ákváðum að nýta daginn vel. Langali var búinn að safna nokkrum bílum handa Róberti. Reyndar svo mörgum að Róbert bað um poka til þess að geta haldið á þeim öllum. Svo gekk hann um og sýndi fólkinu stoltur hvað Langali var búinn að gefa honum 🙂

20131010-053437.jpg

Hérna er Róbert að sýna Fanný flotta innihald pokans

/María