#TBT


Fyrir þremur árum, nýflutt til Barcelona:

TBT.4sept2014

Það eru ekki svona stór laufblöð á Íslandi. Þetta var allt mjög spennandi.

Auglýsingar

Læst: Myndir: Júlí


Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Bíbí og typpi


Í gær lærði Róbert Leví tvö ný orð: Bíbí og typpi. Þegar hann var búinn að læra þessi tvö orð endurtók hann þau í sífellu. Í lok dags var hann farinn að rugla þessum orðum örlítið saman og benti aftur og aftur á typpið sitt og sagði „bíbí!“

Í dag var Róbert svo búinn að gleyma orðinu typpi en mundi vel eftir bíbí. Feðgarnir fóru í göngutúr í morgun og römbuðu inn í dýrabúð. Þar voru mikið af fuglum Róberti til mikillar gleði! Og hann þurfti að fá að benda á hvern einasta fugl og segja „bíbí!“ og skrækti svo þvílíkt inn á milli. Það var meiri hávaði í Róberti heldur en í fuglunum.

Svo eftir hádegi kíktum við niður í miðbæ Stokkhólms. Þar voru mikið af dúfum sem að Róberti fannst gaman að elta. En í þetta skiptið vissi hann hvað þeir hétu og vildi vera alveg viss um að fuglarnir vissu það líka! Hér er smá myndbrot:


Þess má geta að í heild eyddi Róbert um 20 mínútum í að elta fuglana. Við foreldrarnir skiptumst á að fara í bókabúð við hliðin á torginu til þess að stytta okkur stundir á meðan eltingarleikurinn var í gangi.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Við erum sem sagt stödd í Stokkhólmi núna en förum heim í lok vinnuvikunnar. Í gær áttum við yndislega dag með tveimur af elstu vinkonum Maríu, þeim Idu og Linu. Við tókum bátsferð um Skerjagarðinn og það var æðislega gaman. Í dag var svo chilldagur. Lengra erum við ekki komin í Svíþjóðarferðinni okkar 🙂 Á fimmtudaginn (klukkan 13 á staðartíma) fær María svo svar um hvort hún hafi komist inn í skólan hérna úti.

Róbert Leví með Idu

Í dag er tæknilega séð útskriftardagurinn hans Kára, en útskriftarathöfnin var í dag, en við misstum jú af henni. En það gerir svo sem ekkert til, Kári er samt hagfræðingur! En við erum virkilega að njóta þess að vera hérna og loksins saman sem fjölskylda á ný 😀

/Kári, María og Róbert Leví bíbí

Á ströndinni


Anna fór í dag 😦 Sem er ekki gaman, það er búið að vera afskaplega gaman að hafa hana hérna hjá okkur! Við eigum virkilega eftir að sakna hennar.. En í staðin kemur amma G til okkar í kvöld 😀

En á síðasta degi Önnu ákváðum við að fara á ströndina! Við höfðum ekki tímt að eyða tímanum í það hingað til, héldum að það yrði of mikið vesen með einn 1,5 ára, en kom í ljós að Róberti finnst fátt skemmtilegra en að leika sér á ströndinni. Þvílíkt hvað drengurinn gat ærslast í vatninu og í sandinum, svaka fjör 😀

Myndir frá Önnu Björg

Nú styttist í að Kári klári skólann, nokkur verkefni eftir og á föstudaginn eiga þeir strákarnir að verja MA ritgerðina sem þeir skrifuðu saman. Svo loksins loksins er Kári búinn! Síðustu metrarnir eftir..

Tungumálagrautur


Við erum núna búin að vera í Barcelona í nokkra daga og margt skemmtilegt hefur þegar gerst! Allir (nema Anna Björg og börnin tvö á heimilinu, 7-9-13) eru búin að fá magakveisu. Það er ekki ólíklegt að kveisan hafi komið alla leiðina með okkur frá Íslandi þar sem slík veikindi voru í gangi hjá dagmömmunni hans Róberts daginn sem við fórum út.

En við erum sem sé 5 fullorðnir eins og er í íbúðinni á Barcelona; Við, Kári og María, Tove og Max og svo er Anna Björg hérna í nokkra daga. Svo eru tveir drengir, Leo (1 árs) sonur Tove og Max og að sjálfsögðu Róbert Leví. Það er því mikið fjör á heimilinu! Drengirnir eru farnir að venjast hvort öðrum vel og elta hvort annað útum allt. Róbert er meira að segja svo tillitsamur að fara á allar fjórar í eltingarleiknum enda er Leo ekki farinn að labba ennþá.

Svo til þess að bæta ofan á ruglinginn hérna þá tölum við fjögur tungumál dags daglega. Tove ólst upp í Sviss og talar því frönsku við Leo til þess að kenna honum hana. En Tove er þó hálf sænsk og talar því sænsku líka mjög vel. Max og Tove tala sænsku og ef María er með þeim þá tala þau sænsku saman. Hins vegar ef Anna eða Kári eru líka með þá tölum við öll ensku. Og ef við erum bara íslendingarnir að tala saman þá tölum við að sjálfsögðu íslensku. Skemmtilegur tungumálagrautur og eykur bara á stemninguna 🙂

Síðasta helgin


Helgar hafa verið sérstaklega erfiðar í vetur. Það er helst þá sem það minnir mig á að ég er „einstæð móðir.“ Helgar eru fjölskyldutími, þá gerir fjölskyldan eitthvað skemmtilegt saman, tekur því rólega og hvílir sig fyrir næstu vinnuviku. Það er líka þá sem ég sakna Kára mest, helgar voru alltaf okkar tími. Og það er líka ferlega fúlt að fá aldrei að sofa út! 😉

Það er þó margt gott sem hefur hlotist af þessum helgum sem einsömul mæðgi. Við Róbert höfum farið í óteljandi heimsóknir! Eitthvað sem ég hefði ekki drifið okkur í nema af því að það þarf dagskrá með þessum litla orkubolta. Allar ömmurnar og afarnir, Anna Björg, Magga og Hilmar, Freyja Bogga og synir hennar; Heimir Andri og Halldór Elí, Lilja, Díana (mamma Góu og nágranninn okkar), Haukur bróðir og konan hans Dyah og sonur þeirra Nói Dímas og auðvitað hundurinn þeirra Kara (sem er í miklu uppáhaldi hjá Róberti) og langafi Guðmundur. Og svo er ég örugglega að gleyma einhverjum fleiri heimsóknum..

Róbert með Köru, uppáhaldinu sínu

Þetta er eitthvað sem ég vil halda áfram að gera þótt við verðum bráðum aftur þrjú og ekki lengur bara tvö. Ég er alveg búin að finna gildið í því að heimsækja fólk (helst með sem minstum fyrirvara svo að fólk sé ekki að hafa of mikið fyrir manni), spjalla um allt og ekkert og tja, bara hanga! Þetta gefur manni miklu meira heldur en facebook gerir nokkurn tíman.. Þótt facebook sé alveg ágætt í margt annað.

Róbert að hjálpa afa Finni að vökva í garðinum

En nú er sem sagt síðasta helgin að renna sitt skeið, á föstudaginn förum við út til Barcelona og þá er fjölskyldu aðskilnaðurinn búinn! 😀 Það er varla að maður fatti að það sé loksins komið að þessu! Ég er svo spennt að ég held ég byrji bara að pakka..!

/María

Afmælisgjöfin hans Kára


Um daginn átti Kári afmæli. Við Róbert gáfum honum gjöf eins og venja er að gera fyrir þá sem maður elskar. Í þetta skiptið fékk Kári ekki eitthvað sem hann þurfti nauðsynlega eða bað sérstaklega um, en ég held að hann hafi verið nokkuð ánægður samt 🙂 Fyrir utan það að gjöfin kom allt of seint í pósti þannig að Kári náði ekki sjá hana áður en hann fór aftur til Barcelona. En hér eru nokkrar myndir.

Þetta er risastórt plaggat (50×100 cm!) af (næstum) öllum Instagram myndunum sem ég hef tekið í vetur. Fyrirtækið sem prentar þetta út heitir Printstagram og sérhæfir sig í að prenta út Instagram myndir í alls konar stærðum og gerðum, t.d. sem límmiða eða á bol 🙂

/María

18 mánaða skoðun, Grundó og prjón


Lífið er búið að vera afskaplega sweet undanfarið. Lítið sem ekkert búið að gerast en stundum er það bara best þannig.

Á miðvikudaginn í þar síðustu viku fór Róbert í 18 mánaða skoðun. Það gekk rosalega vel! Hann er núna tæplega 11 kíló og 84 cm að lengd. Á þyngdarkúrfunni er hann aðeins fyrir neðan meðaltalið en við sáum ekki hvar hann er staðsettur hvað varðar lengdina. En hjúkrunarfræðingurinn setti enga athugasemd við það þannig við gerum ráð fyrir að hann sé á góðu róli 🙂

Við fengum nokkrar spurningar um þroska Róberts, eins og hvenær hann byrjaði að labba, hvort hann geti bent á líkamsparta ef maður segir nafnið á þeim og svo hversu mörg orð hann kunni. Róbert kann að labba, hann getur bent á líkamsparta (auga, nef, munn. Reyndar nær hann því bara rétt í svona 50% tilfella, en hann fær alltaf stig fyrir að reyna 🙂 ) og segir um 6 orð. Hjúkrunarfræðingurinn sagði að oft væru börn að segja um 5 til 10 orð á þessum aldri, þannig að Róbert er að minnsta kosti með „lágmarkið.“ En hún hvatti okkur til þess að lesa fyrir hann á hverjum degi.

Svo kom Jens læknir að skoða eyrun á Róberti og munn. Róberti var sko ekki til í það! Horfði bara á lækninn og byrjaði að gráta. En skoðunin tókst á endanum. Svo fékk Róbert sprautu. Það gekk afskaplega vel! Miklu minna mál en að láta skoða í sér eyrun 😀

Kári fór svo heim á fimmtudaginn fyrir rúmri viku, sem var leiðinlegt en á sama tíma gott að byrja síðasta áfangann á fjarbúðinni 🙂

Amma G, María og Róbert fóru svo vestur í Grundarfjörð þar síðustu helgi. Afskaplega næs! Hittum fullt af ættingjum og svo skemmdi veðrið ekki fyrir 🙂

Róbert að róla í garðinum hjá Jóhönnu frænku í Grundó. Bangsi fylgist með.

Á mánudaginn fyrir viku tognaði María á vinstri fæti þegar hún var að hlaupa og hefur haltrað síðan. Sem sýnir það og sannar að íþróttir eru hættulegar! Við kennum skónnum um samt.. En til að stytta sér stundir í aðgerðarleysi vegna fótarins (eða bara leti..) er María búin að vera að prjóna sér peysu. Peysan heitir Blaka (nr. 19) í Lopa 31. Svona ef þið viljið spreyta ykkur 😉

En það er ekki meira í bili. Bara  17 dagar (holy moly!) þangað til við sameinumst öll í Barcelona. Getum ekki beðið 😀

Stutt hæ í tilefni dagsins


Kári kom heim í gær í stutta „heimsókn.“ Og hann á afmæli í dag 🙂 27(!) ára. Svo er líka mæðradagurinn í dag. Þannig tvöfölld veisla hjá okkur í dag 😀

20120513-080023.jpg

Jarðaber!


Kári var að gera mig græna af öfund um daginn. Hann var að borða risastór rauð girnileg jarðaber fyrir framan mig á Skype! Skamm Kári. Ég slefaði fyrir framan tölvuna eins og sést á myndinni…

Kári að borða jarðaber og ég að slefa yfir þeim

/María

Við erum á leiðinni út!


Það er furðulega stutt í að Barcelona ævintýrið okkar taki enda. Bara 2,5 mánuðir eftir! Sem er bara peanuts miðað við þá 10 mánuði sem upphaflega voru eftir. Við tókum svo stórt skref í áttina að ævintýralokunum í dag: bókuðum síðasta flugið! 😀

Kári kemur einu sinni heim í viðbót í stutta „heimsókn“ um miðjan maí (rosalega hentugt því þá á hann afmæli :D), svo förum við María og Róbert ásamt Önnu Björg (hjúkk! María er mjööög fegin að þurfa ekki að ferðast ein með 19 mánaða orkubolta í flug!) um miðjan júní til Barcelona. Anna ætlar að hoppa og skoppa með okkur úti á meðan Kári er upptekinn í lokaprófum. Eftir að Anna fer heim ætlum við fjölskyldan að stoppa aðeins lengur og nýta tímann í að skoða Barcelona, hanga á ströndinni og segja bless við Barcelona liðið sem hefur hjálpað Kára að halda geðheilsunni í gegnum þennan geðveika skóla vetur.

Svo eftir það allt saman ætlum við að koma aðeins við í Stokkhólmi á leiðinni heim. María ætlar að sýna Kára heimahaga sína 🙂

Með þessum gleðifréttum fylgir hin frábæra vegabréfsmynd af Róberti. Konan sem tók myndina sagði „viljið þið nokkuð þessa mynd?!“ „Júúúú!!“

Róbert Leví 9 mánaða

/María, Kári og ferðaRóbert

Læst: Dagur í lífi okkar


Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Instagram *Verum bara saman*


Á bókasafninu í Kópavogi

Amma G kubbaði þetta fína lego hús

Þegar Róbert var búinn að vera veikur í nokkra daga kom Anna vinkona með mat handa okkur og leyfði Maríu að fara í göngutúr á meðan hún passaði Róbert 🙂 Hún er snillingur og æðipinni! 😀

Kári kominn heim! 😀

Fjölskyldugöngutúr niðrí miðbæ 🙂

Og Róbert sofnaði.. 🙂

Kári kominn heim í gegnum kisu


Þegar Róbert var hjá lækni síðast var læknirinn með rosalega sniðugt App sem hann sýndi Róberti svo hann mundi hætta að gráta og hægt væri að hlusta á lungun. Það var svo sniðugt að María ákvað að ná í þetta app til þess að geta stytt Róberti stundirnar þegar á þarf að halda. Svo kom í ljós að við höfum eiginlega meira gaman af þessu appi heldur en Róbert 🙂

Appið heitir „Talking Tom 2“ og er ókeypis ef þið hafið áhuga 🙂

Svo ef kisa náði ekki að sannfæra ykkur þá er hér mynd af okkur fjölskyldunni, nýsameinuð 🙂

/María, Kári og Róbert Leví

Skypehjónaband


Eðlilega tölum við oft saman á Skype. En stundum bilar Skype, sem er afskaplega leiðinlegt. Um daginn prófuðum við því „hang out“ á Google+. Það gekk ágætlega og við uppgötvuðum ótrúlega skemmtilegan takka! Látum myndina segja söguna 🙂

Horn og gloriur gera samræður skemmtilegri

Núna er Kári að fljúga yfir Frakkland á leiðinni heim! 😀 Eðlilega erum við svakalega spennt!

Og svona ef þið voruð að velta fyrir ykkur hvað er búið að vera hljótt hérna á blogginu þá er ástæðan sú að Róbert er búinn að vera veikur í heila viku. HEILA viku! Hann byrjaði að fá hita síðasta föstudag og er bara ennþá veikur. Við erum búin að fara til læknis tvisvar, sá fyrri sagði okkur að láta hann fá pensilín, sá seinni sagði okkur að hætta því. Svo fékk hann sýkingu í augað og var allur bólgin og rauður. Við fengum krem við því og nú er það farið sem betur fer. Þannig að fyrstu dagarnir (við erum að vonast til að þetta sé að fara að verða búið) sem Kári er heima fara í að vera bara heima með lítinn veikan dreng.

En gleðilega helgi öll sömul! 😀

/Kári heimkomalingur, María og veiki Róbert

Jess! Það er mánudagur! Eða var.. í gær.


Ég elska mánudaga. Ég hef aldrei elskað mánudaga jafn mikið og ég geri nú. Og ég hef aldrei líkað eins ílla við helgar og ég geri nú.

Ég las þessa grein í dag eftir Þóru Sigurðardóttur og ég fékk tár í augun. Hér eru nokkur brot úr þeirri grein sem ég vil deila með ykkur.

Í þó nokkurn tíma hef ég verði hálfgerð sjómannsfrú eða grasekkja ef kalla skyldi. Í því felst að sambúðaraðilinn eða eiginmaðurinn dvelst langdvölum í burtu og fyrirbæri eins og pabbahelgar eru ekki til.
Ég er alls ekki ein í þessari stöðu og sérstaklega verður mér hugsað til þeirra foreldra þar sem hins foreldrisins nýtur aldrei við og því eru pabbahelgarnar engar.

 Ég gerði mér enga grein fyrir því hversu erfitt þetta er þegar við Kári tókum þá ákvörðun að búa í sitthvoru landinu. Ég er á vakt stanslaust, ALLTAF, sama hvað. Ég held ég geti bara alls ekki útskýrt þetta nægilega vel hversu krefjandi þetta er. Barnið mitt er ljúflingur en hann krefst alls af manni og gefur ekkert eftir. Eðlilega, hann er eins árs.

Á meðan flestir hlakka til að slappa af um helgar bý ég mig undir stíft prógramm. Börnin verða vöknuð á laugardagsmorguninn milli sex og sjö. Síðan er það allur dagurinn. Við búum í mjög lítilli íbúð þannig að ég reyni yfirleitt að fara einhvert annað með þau. Að fá mig og bæði börnin í heimsókn er sjálfsagt engin draumaheimsókn. Við skiljum yfirleitt eftir okkur slóð eyðileggingar – eða að minnsta kosti mikið drasl. Því reyni ég að heimsækja vini sem sjálfir eiga mikið af börnum og eru umburðarlynd í garð litlu ormanna minna.

Eins og þið þekkið sum sem fá reglulega hringingu frá mér rétt fyrir helgi og um helgar þá bið ég um að fá að koma í heimsókn. Ekki bara af því mig langar til þess (sem ég reyndar geri alltaf, mér finnst gaman að hitta fólk og finnst við gera allt of lítið af þessu almennt að heimsækja hvert annað) heldur er það líka dauði að sitja heima með Róbert heilan dag og segja hundrað sinnum að hann megi ekki sitja upp á eldhúsbekknum og gefa tíu knúsa í kjölfarið til þess að hugga leiðan dreng sem grætur svo sárt yfir því sem hann má ekki. Það er miklu skemmtilegra að fara heim til einhvers annars og leyfa Róberti að rústa þar frekar en hér heima 🙂

En svona er þetta og ég er ekki sú eina. Ég ætti meira að segja ekki að kvarta það mikið því reglulega kemur minn heittelskaði til landsins og þá deilist ábyrgðin.

Svo hvetur höfundur okkur til þess að hjálpa þeim einstæðum foreldrum sem við þekkjum og endilega bjóða þeim í heimsókn og hjálpa eins og við getum. Sem mér finnst að við eigum að gera.

/María grasekkja

Instagram *Nýjir skór og klipping*


Það er erfitt að velja úr myndir í þetta sinn, en hér er brot af því besta frá síðustu vikum í Instagram myndum 🙂

Við teljum niður dagana þangað til Barcelona ævintýrið er búið. Í dag eru 24 dagar þangað til Kári kemur heim yfir páskana!

Róbert hermir stundum eftir mömmu sinni og labbar um íbúðina og talar í símann

Róbert fékk nýja skó í síðustu viku, Ecco skó sem hann elskar! Þessa dagana er hann að uppgötva nýtt frelsi og hleypur frá mömmu sinni þegar við erum úti!

Við heimsóttum langafa hans Róberts sem gaf honum þennan flotta bíl!

Bangsi á tvíbura sem heitir líka Bangsi. Hér eru þeir bræður saman en yfirleitt búa þeir á sitthvorum staðnum, annar hér heima og hinn hjá dagmömmu.

Amma tók fram skærin í gær og klippti smá af lubbanum hans Róberts. Það kom bara nokkuð vel út miðað við að Róbert sat varla kjurr í sekúndu í einu.

Vídeó handa pabba og öllum hinum í heiminum


Við erum byrjuð á því að taka stutt vídeó, yfirleitt um eina mínútna löng, á hverjum degi og sendum Kára. Bara svona til þess að Róbert fái tækifæri á því að segja „Hæ!“ En hann er ekkert voðalega góður í því að vera kjurr fyrir framan tölvuna nógu lengi þannig að Kári sjái hann almennilega á Skype.

Mér datt því í hug að sýna ykkur afrakstur gærdagsins 🙂

/María og Róbert (bráðum 16 mánaða)

Það er kominn helmingur..


Um þessar mundir erum við fjölskyldan að klára helminginn af Barcelona ævintýrinu. Við getum ekki sagt að þetta sé að líða beint hratt, þessi bið eftir júní 2012 ætlar að verða lengri en biðin eftir nóvember 2010! En það er kannski einmitt málið, af því að við erum að bíða þá líður þetta svo hægt. En það er ekki hægt annað en að bíða!

En í gær kom Kári heim þannig núna getum við gleymt því um stund að lífið sé bara bið og notið þess að vera saman!

Við fjölskyldan loksins sameinuð á ný

Þar sem Kári svaf aðeins nokkra klukkutíma vegna verkefnavinnu fyrir tveimur nóttum síðan og ekki neitt síðustu nótt þá er hann ennþá þreyttur eftir fullan nætursvefni. Kári er í alvörunni að reyna að brosa á þessari mynd! En þó að það sjáist ekki þá er hann rosalega ánægður með að vera kominn heim 😀

Gleðilega helgi öllsömul!

Einn af fáum kostum þess að Kári býr í Barcelona


Er að fá jólagjöf úr H&M 😀

20111225-100816.jpg

Við fengum svo margar góðar gjafir frá vinum og fjölskyldum og viljum þakka kærlega fyrir okkur 😀

Hvað fenguð þið skemmtilegt?