Læst: Frikki Lói rennibrautafíkill


Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Auglýsingar

Gítarnámskeið fyrir 1 árs?


Frikki Lói elskar tónlist, virkilega elskar tónlist. Hann situr hugfanginn og hlustar eða stendur upp og dansar með. Uppáhalds hljómsveitin núna er The dead south, sérstaklega þetta lag.

En svo finnst honum líka gaman að semja sína eigin tónlist. Hér er eitt frumsamið verk

1,5 ára Frikki Lói


Jæja, eruð þið ekki orðin tilbúin að heyra sögur um Frikka Lóa litla? 🙂 Þetta litla yndi er 18 mánaða í dag!

 • Frikki Lói er mikill jötunn og mikill knúsikarl. Þetta fer ekki alltaf saman, hann á það til að græta hin börnin hjá dagmömmunni þegar hann knúsar óvart aðeins of fast. Hann lætur þunga hluti ekki stoppa sig og færði um daginn 23,0 kg hátalara til þess að komast aðeins nær kveikja-og-slökkvi takkanum á sjónvarpinu.
 • Mikill brasari! Hann er alltaf að brasa eitthvað, færa dót hingað og þangað og tilbaka og svo þrjá hringi til viðbótar.
 • Mikill dansari og mikil tónlistaráhugamanneskja. Ef hann er eitthvað pirri pú þá er ráð #1 að kveikja á tónlist og þá þagnar hann yfirleitt og tekur svo nokkur spor. Ef hann er reiður en góð tónlist í gangi þá hættir hann ekkert að dilla sér, lágmark að hann slái fótinum í takt.
 • Hann er farinn að skilja heil mikið, svona þegar hann nennir, en er ekki farin að segja mörg orð, bara svona 5.
 • ELSKAR bolta. Og þá meinum við ELSKAR bolta. Hann getur elt bolta í heila eilífð og finnst fátt skemmtilegra en að sparka bolta á milli. Ef hann svo sér einhvern annan með bolta sem hann má ekki fá, já, þá nálgast endalok veraldar.
 • Mikil athygli. Hugsanlega tökum við aðeins eftir þessu þar sem Róbert Leví hefur aldrei verið með mikla athygli, en okkur finnst Frikki Lói taka eftir öllu. Ef það birist ein ný mynd á vegginn þá tekur Frikki Lói eftir því strax. Róbert tekur aldrei eftir slíku. Við breyttum heilmiklu í stofunni í síðustu viku eftir að strákarnir voru sofnaðir, færðum sjónvarpið og sófa meðal annars. Frikki Lói vaknar morguninn eftir og dásamar allt „vá! vááá!“ Það tók Róbert 40 mínútur að uppgötva breytingarnar 😉
 • En bræðurnir eru ekki aðeins ólíkir með athyglina, það gildir það sama um mataræðið, en á meðan Róbert vill ekki borða nein dýr þá vill Frikki Lói ekki borða neitt nema dýr. Kjöt skal það vera og meira kjöt. Fiskur til hliðar og jarðaber og banani í eftirrétt.
 • Hann hefur miklar skoðanir þessi littli kall og má eiginlega segja að hann sé nett frekja, sem er nú ekki verra. Nema stundum þegar bílstólar eru ekki í náðinni hjá snáða, þá erum við foreldrarnir sveitt að setja hann í bílinn á meðan hann öskrar úr sér lungun.
 • Hann elskar að lesa og skoða bækur. Það er fastur liður að fá að setjast á klósettið á morgnanna og lesa eina góða bók um kettlinga.
 • Frikki Lói vill gjarnan hjálpa til og ef við erum eitthvað að stússast þá vill hann fá að gera það líka. Hann vill gjarnan koma reiðu á hlutina. Við vorum með múrara hjá okkur sem lagaði svalagólfið. Eitthvað slettist múrinn og er þá okkar maður kominn með tuskuna og ætlar að þurrka þetta upp.
 • Hann er ennþá á brjósti og er ekkert á því að hætta því strax. Hann drekkur 2-4 á dag.
 • Frikki Lói er mikill gleðipinni, lífið er ljúft hjá þessum litla manni og endurspeglast í þúsund hlátrasköllum á dag 😀

FrikkaLóaiska


Frikki Lói er farinn að segja okkur heilu sögurnar en því miður skilum við varla auka tekið orð.

Hér er hann í morgun. Við afsökum ömmu-afa-lengdina á þessu vídói (þetta er svona vídó sem aðeins ömmur og afar endast í gegnum) en hann hætti bara ekki að tala 😁

Þau læra það sem fyrir þeim er haft…


Við erum jú búin að vera í alls konar framkvæmdum undanfarið og alveg greinilegt að Frikki Lói hefur verið að fylgjast með, hann vissi nákvæmlega hvað átti að gera við málbandið! 😀

Frikki Lói i framkvæmdum

Og það er verið að mæla..

Iðnaðarmannalookið!

Mæli mæl

Þetta er framkvæmdabuguninn, hann lærði hana líka frá foreldrunum

Allt í gúddí samt, svo er bara haldið áfram!

Nákvæmt niður í millímetra!

Eða kannski bara ekkert nákvæmt..

Fyrsti dagur leikskólans og sá síðasti


Hér er Róbert á leiðinni í fyrsta daginn sinn á leikskóla, ágúst 2012

Hér er Róbert á leiðinni á leikskóla í fyrsta sinn, ágúst 2012

Hér er Róbert á leiðinni í leikskóla í síðasta sinn, júlí 2016

Hér er Róbert á leiðinni í leikskóla í síðasta sinn, júlí 2016

Læst: Myndir: Ágúst, september og október


Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Róbert Leví á afmæli í dag!


Róbert er búinn að endurtaka orðið „ammæli, ammæli“ í sí og æ í viku. Við vitum ekki alveg hvar hann lærði þetta orð, en hann er sko búinn að vera spenntur fyrir þessum degi! Það getur samt varla verið að hann muni eftir síðasta afmælisdeginum sínum? En hér er hann, loksins!

Við foreldrarnir erum að sjálfsögðu búin að vera jafn spennt fyrir þessum degi. Sonurinn fær pakka, við höfum leyfi til þess að baka (og borða) helling af kökum, hellingur af fólk mun óska okkur til hamingju með þennan dag (koma svo!). Og svo erum við ansi spennt fyrir kórónunni sem Róbert fær á leikskólanum í dag.

Eins og þið kannski munið þá erum við með þá hefð að skrifa Róberti bréf á afmælisdeginum hans, hér má lesa bréfið í fyrra og hér má lesa flöskuskeytið til Kuskilíusar. Hér er svo tveggja ára afmælisbréfið hans:

Kæri Róbert okkar,

Í tilefni af öðrum afmælisdeginum þínum þá viljum við gefa þér nokkur orð til þess að lesa í framtíðinni svo þú vitir hvernig þú og litla fjölskyldan þín voru þegar þú varst tveggja ára.

Stundum slærðu okkur, klípir eða bítur, en sem betur fer fylgir því yfirleitt alltaf knús til fyrirgefningar, það er bara svo erfitt að stjórna hvötunum sínum og tilfinningum þegar maður er tveggja ára. Þú ert afskaplega óþolinmóður (það færðu frá mömmu þinni) en á sama tíma þrjóskur (frá mömmu þinni líka) og þú vilt helst að heimurinn snúist í kringum þig. Sem hann gerir að sjálfsögðu. Þrátt fyrir þetta þá ertu besta og ynsilegasta barn sem til er! Þú passar upp á fólkið í kringum þig, deilir gjarnan með þér (og ef það vill ekki taka við gjafmildi þína þá þvingar þú því fram, eins og vínber upp í munninn á fólki). Þú segir líka „takk“ þegar það á við. Og þú deilir einnig dótinu þínu með öðrum. Svo ertu afskaplega mikill snyrtipinni (þetta hefur þú frá afa Frikka) þegar þú nennir, sem sagt ekki endilega þegar við biðjum þig um að ganga frá eftir þig. Óreiða fer jafnan í taugarnar á þér og eitt af fyrstu orðunum sem þú lærðir var „æjæj,“ sem þú notar óspart ef eitthvað er ekki á sínum stað að þínu mati. Svo ertu með mjög sterkar skoðanir á því hvort okkar foreldrana á að gera hvað, til dæmis hver tannburstar, hver situr hvar við matarborðið, hver klæðir þig og svo framvegis.

Þú ert afsakaplega ríkur og átt tvo afa og þrjár ömmur. Ekkert þeirra er eins og þér þykir alveg afskaplega vænt um þau öll. Amma Steina er einn uppáhaldsleikfélagin þinn, hún er til í að leika endalaust við þig og þið tvö hafið það svo gaman saman. Stundum heyrum við  bara hlátrasköllin frá ykkur tímunum saman 🙂 Með afa Frikka finnst þér skemmtilegast að fara í eltingarleik. Hann öskrar eins og ljón og þú skríkir af spenningi! En stundum verður þú hræddur þegar afi öskrar of hátt og þá hleypur þú til ömmu Steinu sem passar upp á þig og skammar afa Frikka.

Við búum hjá ömmu Guðrúnu og henni finnst þér sko ekki leiðnlegt að hanga með! Helst má hún ekki gera neitt annað þegar hún er heima en að sinna þér. Þú velur miklu frekar ömmu Guðrúnu heldur en okkur foreldrana til þess að leika við. Amma er líka svo dugleg að kubba með þér og kubbar svakalega flott hús handa þér!

Þér hefur alltaf liðið einstaklega vel hjá afa Finni, jafnvel sem ungabarni. Þér finnst einstaklega notalegt að sitja með afa og horfa á fréttir eða stússast með honum eins og í eldhúsinu. Amma Hrefna er svo alls ekki síðri, hún er dugleg að gefa þér smá mola 😉 Og svo kennir hún þér nýja leiki og hún veit alltaf hvar dótið er geymt og er fljót að taka það til þegar þú kemur í heimsókn. Þér finnst afskaplega gaman að heimsækja ömmu og afa í Reyrenig og það bregst ekki, í hvert sinn sem við ætlum að fara þá mótmælir þú!

Þetta er búið að vera einstaklega gott ár hjá okkur fjölskyldunni, við fengum að sameinast að nýju eftir skóladvöl pabba þíns erlendis. Við erum virkilega að njóta þess að vera saman aftur og það er alveg greinilegt að þér líður miklu betur með pabba heima. 

Við óskum þér innilega til hamingju með tveggja ára afmælið þitt Róbert, þú ert æðisleg manneskja og það er virkilega gaman að fá að fylgjast með þér þroskast og dafna. Við erum svo stolt af þér! 😀 

Og ef þið eruð ekki komin með nóg af væmni þá getið þið horft á smá vídeó í tilefni dagsins 🙂

Það var víst svona pabba dagur um daginn..


Ég hef stundum heyrt fólk segja að Valentínusardagurinn og Konudagurinn séu bara afrakstur fyrirtækja sem vilja selja vörur sína. Það má vel vera en það hefur þann góða kost í för með sér að það er engin leið að gleyma þessum dögum!

Ég verð því hér með að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að feðradagurinn væri í vændum fyrir en seint á sunnudaginn, eftir að Róbert var sofnaður! „Umm.. Til hamingju Kári?!“

Þótt ég hafi gleymt þessum degi (og Róbert líka, þetta ætti að vera á hans ábyrgð) þá er Kári ekkert verri pabbi fyrir það. Í raun er hann besti pabbi sem til er! Besti pabbi fyrir Róbert allavegana 🙂 Það er heil ósköp hvað þessi pabbi elskar son sinn mikið 😀 Þið vitið það sem lendið stundum í samræðum við hann um Róbert. Stoltið leynir sér ekki! Og tímanum sem þeir tveir eyða í allskonar leiki. Pabbaleikir eru nefninlega öðruvísi en mömmuleikir. Í pabbaleikjum má hnoðast alveg afskaplega, taka hættulegar dýfur og henda (mjúku) dóti útum allt. Feðgunum finnst líka afskaplega gaman að lesa og helst á það að vear „dýja“bókin (dýrabókin). Annar uppáhalds leikur þeirra er að rölta útí búð. Ekki verra ef það er Krónan þar sem eru bílakerrur. Strákarnir geta dundað sér við þetta í nokkra klukkutíma, þótt þeir ætli bara að kaupa 10 hluti 🙂

Já, Kári þú ert frábær pabbi! Ég get bara ekki hugsað mér betri 🙂

/María

Öfugur


 

Í gær þegar ég sótti Róbert á leikskólann vildi hann ólmur klæða sig sjálfur í jakkann sinn. Við reynum að ýta undir allt svona sjálfstæði og þrátt fyrir að hann fór í jakkan öfugan þá var ég ekkert að snúa honum við. En ég átti þó erfitt með halda aftur hlátrinum enda minti hann mig svo á Grandpa Bud úr myndinni Meet the Robinsons.

 

En svona leit Róbert út í gær 🙂

20121109-235225.jpg/María

Næstum því 2 ára en ennþá bara 23 mánaða gutti!


Sem betur fer eiginlega því við þurfum þennan auka mánuð til þess að jafna okkur á því að barnið okkar sé að verða tveggja ára! Auk þess að fá smá tíma til þess að útbúa afmæli 🙂 Þetta er síðasta mánaðarfærslan okkar *gúlp.* Við ætlum sem sagt ekki að láta ykkur vita nákvæmlega hvað gerist hvern mánuði út í hið óendanlega með hann Róbert okkar. Ætli það verði ekki svona kvartsársuppfærslur héðan af? Eða hálfs árs.. Við sjáum hvað gerist 🙂

 • Róbert er farinn að segja alveg ótrúlegt magn af orðum. Þetta byrjaði á laugardagsmorgun. Hann var búinn að segja tvö ný orð fyrir 11 lúrinn („bleyta“ og „standa“). Þetta hélt svo áfram út helgina og í dag bætti hann líka við þó nokkrum orðum, allt í allt um 25 ný orð! Við stöndum gáttuð og horfum á hann.
 • Það er svolítið síðan hann byrjaði að segja tveggja orða setninga (sú fyrsta var „ekki búið“ við ömmu Steinu). Um helgina sagði hann svo við pabba sinn sem lagði bananna frá sér „banani lúlla.“ Auk þess hefur hann sagt „æjæj bleyta“ og „gulur banani.“ (Drengurinn fílar banana!). Í dag sagði hann svo fyrstu þriggja orða setninguna sína og auk þess spurningu „hvað er þetta?“ Þessi setning heyrðist svona um 50 sinnum í dag! Sem er bara fjör, mamman svaraði glaðilega í hvert sinn.
 • Einn uppáhalds leikurinn hans Róberts um þessar munder heitir Búmm. Róbert stendur uppí rúmi og svo lætur hann sig pompa á bossan og segir „búmm!“ Með þessu fylgir náttúrulega foreldraklifur (klifra á foreldri sem ætlar sér smá hvíld upp í rúmi), veltur, hringsnúningar og annar ærlsagangur.
 • Hann er enn mikill snirtipinni (oftast), en hann er að verða úrræða betri. Núna getur hann sjálfur sótt eldhúsbréf, þurrkað upp mjólkursletturnar, og hent svo bréfinu í ruslið.
 • Pabbi virðist misvinsæll þessa dagana. Stundum má pabbi ekki gera neitt sem að aðrir mega gera, svo sem að skera matinn eða skipta um föt. Sem betur fer er pabbi þó oft líka í miklu uppáhaldi.
 • Leikskóli gengur bara vel, höldum við. Allavegana sefur hann og borðar vel þar. Og hann bítur sjaldnar en hann gerði fyrst (munum ekki hvort við vorum búin að segja ykkur frá því en Róbert fór aftur að byrja að bíta önnur börn eftir að hann byrjaði á leikskólanum). En okkur finnst voðalega erfitt að vita hvernig honum gengur nákvæmlega. Við eyðum að meðaltali um 10 mínútur á dag á leikskólanum á meðan Róbert er þar í 8 klukkutíma. Þar eru 4-5 fóstrur sem hugsa um hann og yfirleitt tölum við bara við eina þeirra þegar við sækjum hann. Kannski var sú ekki mest með hann þann daginn og tók því ekki eftir einhverju sérstöku sem gerðist. En við höldum að þetta leysir sig með tímanum þegar hann fer að geta tjáð sig sjálfur um þessi mál.

Jóel og tvíburarnir


Róbert er mikill bangsaelskandi. Þegar hann var um 6 mánaða tók hann ástfóstri við Bangsa. Bangsi er ekki bara einhver bangsi heldur tryggur vinur sem huggar, gætir og svæfir. Þið vitið örugglega hver hann er enda í annarri hverri mynd með Róberti.

Þegar Róbert varð 1 árs eignaðist Bangsi tvíbura sem heitir líka Bangsi. Það er gott að þeir skuli vera tveir því stundum gleymist annar einhverstaðar.

Núna um daginn fann Róbert annan bangsa sem er næstum því jafn góður og Bangsar. Einhvern vegin náði þessi nýji bangsi trausti Róberts og er því jafn duglegur að hugga og svæfa Róbert og Bangsar. Við spurðum Róbert hvað þessi nýji Bangsi heitir og það var eitthvað á þessa leið „Joeila.“ við köllum hann því Jóel.

20121007-115545.jpg

Einhvern morguninn þegar Róbert var eitthvað lítill í sér vildi hann fá að taka alla 3 bangsana með á leikskólann. Pabbi hans vildi ekki neita honum því og því rogaðist sá litli með alla 3 í fanginu á leikskólan. Þetta fannst fóstrunum frekar fyndið 🙂

Teiknisnillingur eða hvað?!


Róbert var að teikna þessa frábæru mynd! Og við sögðum honum ekkert til heldur ákvað hann alveg sjálfur að teikna myndina sína svona 🙂

20120919-174440.jpg