1,5 ára Frikki Lói


Jæja, eruð þið ekki orðin tilbúin að heyra sögur um Frikka Lóa litla? 🙂 Þetta litla yndi er 18 mánaða í dag!

 • Frikki Lói er mikill jötunn og mikill knúsikarl. Þetta fer ekki alltaf saman, hann á það til að græta hin börnin hjá dagmömmunni þegar hann knúsar óvart aðeins of fast. Hann lætur þunga hluti ekki stoppa sig og færði um daginn 23,0 kg hátalara til þess að komast aðeins nær kveikja-og-slökkvi takkanum á sjónvarpinu.
 • Mikill brasari! Hann er alltaf að brasa eitthvað, færa dót hingað og þangað og tilbaka og svo þrjá hringi til viðbótar.
 • Mikill dansari og mikil tónlistaráhugamanneskja. Ef hann er eitthvað pirri pú þá er ráð #1 að kveikja á tónlist og þá þagnar hann yfirleitt og tekur svo nokkur spor. Ef hann er reiður en góð tónlist í gangi þá hættir hann ekkert að dilla sér, lágmark að hann slái fótinum í takt.
 • Hann er farinn að skilja heil mikið, svona þegar hann nennir, en er ekki farin að segja mörg orð, bara svona 5.
 • ELSKAR bolta. Og þá meinum við ELSKAR bolta. Hann getur elt bolta í heila eilífð og finnst fátt skemmtilegra en að sparka bolta á milli. Ef hann svo sér einhvern annan með bolta sem hann má ekki fá, já, þá nálgast endalok veraldar.
 • Mikil athygli. Hugsanlega tökum við aðeins eftir þessu þar sem Róbert Leví hefur aldrei verið með mikla athygli, en okkur finnst Frikki Lói taka eftir öllu. Ef það birist ein ný mynd á vegginn þá tekur Frikki Lói eftir því strax. Róbert tekur aldrei eftir slíku. Við breyttum heilmiklu í stofunni í síðustu viku eftir að strákarnir voru sofnaðir, færðum sjónvarpið og sófa meðal annars. Frikki Lói vaknar morguninn eftir og dásamar allt „vá! vááá!“ Það tók Róbert 40 mínútur að uppgötva breytingarnar 😉
 • En bræðurnir eru ekki aðeins ólíkir með athyglina, það gildir það sama um mataræðið, en á meðan Róbert vill ekki borða nein dýr þá vill Frikki Lói ekki borða neitt nema dýr. Kjöt skal það vera og meira kjöt. Fiskur til hliðar og jarðaber og banani í eftirrétt.
 • Hann hefur miklar skoðanir þessi littli kall og má eiginlega segja að hann sé nett frekja, sem er nú ekki verra. Nema stundum þegar bílstólar eru ekki í náðinni hjá snáða, þá erum við foreldrarnir sveitt að setja hann í bílinn á meðan hann öskrar úr sér lungun.
 • Hann elskar að lesa og skoða bækur. Það er fastur liður að fá að setjast á klósettið á morgnanna og lesa eina góða bók um kettlinga.
 • Frikki Lói vill gjarnan hjálpa til og ef við erum eitthvað að stússast þá vill hann fá að gera það líka. Hann vill gjarnan koma reiðu á hlutina. Við vorum með múrara hjá okkur sem lagaði svalagólfið. Eitthvað slettist múrinn og er þá okkar maður kominn með tuskuna og ætlar að þurrka þetta upp.
 • Hann er ennþá á brjósti og er ekkert á því að hætta því strax. Hann drekkur 2-4 á dag.
 • Frikki Lói er mikill gleðipinni, lífið er ljúft hjá þessum litla manni og endurspeglast í þúsund hlátrasköllum á dag 😀
Auglýsingar

3 hugrenningar um “1,5 ára Frikki Lói

 1. Hann er svo mikið yndi þessi gullmoli alveg eins og bròðir hans nema mjög òlìkir ì sér 😁knùs á þá báða frá Biddu 🙂

 2. Yndislegur eins og stóri bróðir ❤ Enda ekki langt að sækja það með svona yndislega foreldra 😉 ❤

Plís, kommentaðu! :)

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s