Ekki dýr í matinn, takk!


Róbert er í baði og lítil fluga ákvað að verða honum samferða. Róbert kallar á mömmuna sína en hann er kominn með fluguna í hendi sína og vill reyna að bjarga henni. Það vita allir að flugur drukkna bara í baði. Við hefjum björgunaraðgerðir með klósettpappír sem við reynum mjög mjög varlega að þurrka vængina með, blásum svo ofurvarlega og fylgjumst með henni. Hún sýnir lífsmörk og er niðurstaðan okkar sú að nú þurfi hún hvíld. Hún fær sjúkrabedda á vaskborðinu inn á baði. Lífið heldur sinn vanagang.

Um kvöldið er Róbert kominn upp í rúm. María fer að athuga með hann, en alveg viss um að hann sé nú sofnaður. Svo er svo sannarlega ekki en drengurinn liggur með ekkasog og koddinn rennblautur af tárum. María fyllist skelfingu og spyr snáða hvað sé að?

„Það má ekki borða dýrin, þau vilja lifa!“ og svo grætur drengurinn. Það tók okkur foreldrana 2 klukkutíma að hugga barnið. Niðurstaða kvöldsins var að hann þyrfti alls ekki að borða dýrin, það myndi enginn fá að þvinga hann til þess, og við myndum hjálpa honum í þessu, læra að elda grænmetisrétti og María yrði honum til samlætis í þessu öllu saman.

Þetta var 13. febrúar 2017 og enn vill barnið ekki borða dýr (hann leyfir sér eitt svindl: pepperóní á pizzu, en það eru líka svín og þau eru ekki ÞAÐ sæt. Fyrir utan þetta þá borðar hann hvorki spendýr, fugla né sjávardýr. María hins vegar leyfir sér fisk og kjöt einstaka sinnum á hátíðisdögum). Við foreldrarnir ætluðum að hefja 30 sykurlausa daga daginn eftir og var því matur allt í einu orðinn mjög strembinn! Sykurlausi tíminn styttist um 28 daga og við einbeittum okkur að grænmetisfæðinu.

Flóknast fannst okkur að finna nesti í skólann fyrir Róbert. Okkur datt ekki margt í hug sem var saðsamt, gott, hollt og ekki of flókið fyrir 6 ára til þess að útbúa sjálfur í matartímanum.Oft hefur þetta orðið brauð, jógúrt eða þess háttar sem okkur finnst ekki nægilega næringaríkt. Við höfum enn ekki fundið fullkomna lausn á þessu.

Annars hefur þetta gengið ágætlega heima fyrir. Við notum oft baunir í stað kjöts og höfum jafnvel tvær útgáfur af matnum: ekki kjöt fyrir Róbert og Maríu og kjöt fyrir Kára og Frikka Lóa (sem vill eiginlega ekkert nema kjöt). Helsti gallinn er að fólk er eiginlega alveg hætt að bjóða okkur í mat. Sem er algjör synd því María er alveg til í bara smá salat og kartöflur þótt allir aðrir séu að borða kjöt. Hún mætir hvort eð er bara fyrir eftirréttinn…

Róbert er líka sáttur með þetta allt saman. Það sem honum fannst erfiðast fyrst voru allar þessar spurningar frá fólki; hann er ekki athyglissjúkur drengurinn. Annars er hann lítið að velta sér upp úr þessu. Við foreldrarnir erum hins vegar að rifna úr stolti! Ekki endilega fyrir akkurat þessa ákvörðun, heldur að hann hafi fundið þetta með sjálfum sér og tjáð tilfinningar sínar gagnvart þessu og svo staðið með sjálfum sér! Ekki sjálfgefið hjá blessuðum börnunum.

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Ekki dýr í matinn, takk!

  1. Yndislegt 😀 Var að lesa þennan pistil fyrir Róbert og hann brosti mikið með sjálfum sér og segir að þetta sé nú allt alveg satt en hann sé ekki alveg viss með fluguna hehehe.

Plís, kommentaðu! :)

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s