Litli snigill


Elsku, elsku Róbert okkar er einstaklega utanvið sig. Svo mikið að hann getur alveg gleymt því að hann sitji á klósettinu og eigi að vera skeina sér. Hann getur gleymt því í 60 mínútur þess vegna. Athugar maður hvað sé að tefja hann svona svakalega, þá situr hann bara þar og er að hugsa um daginn og veginn, líklega er hann með eina eða tvær spurningar, svo sem hvaða plánetur í sólkerfinu okkar séu brúnar og hvort við þyrftum nokkuð að drepa mýsnar ef til kæmi að ein myndi læðast inn til okkar.

Það hefur aldrei nokkurn tíman verið erfitt fyrir Róbert að lifa í núinu. Hann gerir satt best að segja lítið annað. Þessi hugsun sem flest okkar eru með „núna er ég komin í úlpuna, hvað geri ég næst? Jú fara í skónna“ er ekki til hjá Róberti, það er ekkert „næst“ í hans huga og lítið skipulag í öllum daglegum athöfnum. Hjá flestum okkar myndast þetta skipulag sjálfkrafa við allar þær athafnir sem við erum að gera aftur og aftur, eins og að fara á klósettið, morgun- og kvöldrútína, klæða okkur í föt og svo framvegis. Þetta virðist ekki vera Róberti eðlislægt. Við höfum haft áhyggjur af þessu í nokkurn tíma og rætt þetta við bæði leikskóla- og skólastarfsfólk. Við höfum þó ekki mætt miklum skilningi hvað þetta varðar, fyrr en núna.

Róbert hefur verið í langtímarannsókn um líðan ungra barna. Í síðustu könnun komu í ljós nokkur atriði sem sálfræðingurinn vildi skoða frekar. Okkur foreldrunum var boðið að koma í viðtal þar sem við svöruðum nokkrum skimunarlistum, þar á meðal ADHD-lista. Það kom okkur ekki að óvart að hann hafi skorað hátt á því skimunarprófi. En það telst nokkuð líklegt að hann sé með athyglisbrest án ofvirknis, en hann á þó eftir að fara í greiningu og því ekki um neina lokaniðurstöðu að ræða. Þetta er þó allt í ferli og er okkur foreldrunum alveg ofboðslega létt. Ekki síst að fá að tala við sérfræðing sem vissi nákvæmlega hvað við vorum að tala um, ýtti þessu ekki til hliðar og hlustaði! Við svifum út frá viðtalinu við sálfræðinginn, við vorum svo ánægð!

Róbert með umsögnina frá kennaranum sínum „Róbert Leví er rólegur og ljúfur strákur. Hann leggur sig fram við að gera sitt besta og er duglegur að vinna verkefnin sem fyrir hann eru lögð. Róbert Leví á stundum erfitt með að einbeita sér en þegar honum er bent á að halda áfram með verkefnið tekur hann því vel. Róbert Leví er góður félagi vina sinna og honum gengur vel að vinna með öðrum í hóp. Róbert Leví var duglegur að æfa sig að lesa í vetur og ef hann les á hverjum degi í sumar á honum eftir að fara mikið fram. Það er búið að vera ánægjulegt að kenna Róberti Leví, það er gott að hafa strák eins og hann í bekknum. Þakka þér fyrir veturinn Róbert Leví minn.“

Það getur verið erfitt að vita með fyrsta barn hvað er eðlilegt og hvað ekki. Eru ekki öll 4, 5 og 6 ára börn utanvið sig? Jú, elsku blessuðu álfarnir, þau eru það. Við vitum enn ekki alveg hvað er eðlilegt varðandi Róbert og hvað ekki. Hvað gæti verið athyglisbrestur sem mun há honum áfram og hvað sé fullkomlega eðlilegt og mun eldast af honum. Á hvaða sviðum þurfum við að hjálpa honum sérstaklega og hvað er fullkomlega eðlilegt og lærist með tímanum?

Það er ekki víst að allir sem lesa þetta þekki Róbert vel og finnst okkur við því þurfa að taka það fram að Róbert er mjög klár strákur (okkar háða mat allavegana 🙂 ) Athyglisbrestur segir ekkert til um gáfur eða þroska. Hann getur verið lengi að svara spurningum, enda þarf hann að velta málunum fyrir sér frá öllum hliðum og stundum týnist hugurinn á leiðinni. Stundum svarar hann bara alls ekki, gleymir því til dæmis að segja bless, því hugurinn er kominn allt annað. Við höfum áhyggjur af því að fólk upplifi hann sem tregan eða heimskan vegna þessa. Ekki þannig að álit annarra skipti okkur máli, hins vegar erum við hrædd um að hann fari að upplifa sig sem heimskan og fari að trúa því að hann geti ekki hluti af því að aðrir telji hann ekki geta hluti.

En við ætlum ekki að hafa of miklar áhyggjur af því en viljum þó hafa þetta bak við eyrað. Sem betur fer erum við með lífs lifandi dæmi um frábæran einstakling sem lifir góðu lífi sem fullorðinn einstaklingur með ADHD án ofvirknis 😉 Hann elsku mússí mússí Kári okkar 😀

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Litli snigill

  1. frábær lesning, Róbert er í góðu lagi og frábær drengur sem á skilningsríka að

  2. Róbert er algjört æði sem á frábæra foreldra sem hjálpa honum og aðstoða með allt sem þarf 🙂 Við þurfum á svona sjéníum að halda eins og Róbert er 🙂 sem hugsar meira en við flest hin:)
    Knús og kossar á ykkur öll 🙂

Plís, kommentaðu! :)

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s