Fyrsti skóladagurinn… og sá síðasti


Fyrsti dagurinn:

Þegar Róbert hóf sinn fyrsta dag í skóla skrifuðum við foreldrarnir nokkur orð um tilfinningar okkar þennan dag. Einhverra hluta vegna birtum við þær aldrei en þetta er það sem var að gerjast í kollinum okkar þennan dag:

Þetta var furðulegt tilfinning í morgun. Við foreldrarnir röltum með stór stóra (en samt litla) strákinn okkar í fyrsta sinn í skólann. Næstu 10 árin verður hann þarna; gleði, sorg, hlátur, reiði, tap og sigrar framundan. Okkur finnst þetta gríðarlega stórt skref og höfum í gríni sagt frá því hann fæddist „já, bráðum byrjar hann í skóla!“ Sem er alveg satt því tíminn líður svo ógúrlega hratt. En nú er komið að þessu. Með von í hjarta um að þarna eigi hann eftir að eiga fullt fullt af góðum minningum (og miklu miklu fleiri góðar en slæmar) löbbum við saman með stóra strákinn okkar í skólann.

Á skiltinu stendur: Fyrsti dagurinn minn í „fyrsta bekk“. Ég er „5“ ára. Þegar ég verð stór vil ég vera „Veit það ekki (kannski tölvukall)“

Síðasti dagurinn:

Nú er Róbert að klára fyrsta bekk. Vá hvað tíminn var fljótur að líða. Okkur finnst hann vera mikið stærri núna en hann var fyrsta daginn. Hann labbar alltaf sjálfur í skólann, og svo stundum hringir hann í okkur (úr eigin símaúri) í lok skóladags og segist vera kominn til Stefáns (eða Atla, eða Hlyns, eða Þórhalls) og spyr hvort hann megi ekki vera þar áfram. Hann er mun frjálsari en hann var og virðist njóta þess.

Við, að Róbert meðtöldum, höfum dálítið blendnar tilifinningar gagnvart skólanum sjálfum. Megnið af árinu virðist honum hafa liðið vel, en þó hafa komið tímabil þar sem allt virtist ómögulegt og Róbert verið áhugalaus um bæði námið og félagsskapinn. Sem betur fer hefur þetta þó aðeins verið tímabil og hefur hann náð sér á strik nokkuð fljótt. Róbert er almennt mjög fróðleiksfús og vill skilja ALLT í kringum sig og spyr því mikið, mjöööööög mikið (nei, nei, við erum ofurmannlegir foreldrar og verðum aldrei þreytt á því 😉 )

Ótrúlegt en satt þá hefur dægradvölin reynst okkur og Róberti erfiðust. Hann hefur jú ekki gaman af asa en á dægradvölinni eru yfir 100 börn alla jafna dreifð um 3 – 4 herbergi. Fyrir vikið er oft mikill hamagangur, en í þannig aðstæðum virðist Róbert síður ná tengingu við hin börnin, og leikur sér frekar einn í rólegheitunum. Hann er þó sífellt duglegri að hitta vini sína utan skóla, og ef hann mætti velja gerði hann líklega fátt annað.

Róbert hefur náð mun betri tökum á lestrinum en við þorðum að vona, en það tók hann smá tíma að læra stafina. Hann er að öllum líkindum með athyglisbrest (komum að því síðar), og það getur verið full vinna að halda honum við efnið þegar hann á að gera eitthvað. Líklega er það skýringin á því að bækurnar sem hann vann við í kennslustundum eru margar hverjar hálftómar. Þegar hann hefur haldið einbeitingu hefur hann þó sýnt okkur að hann er mjög flinkur.

Róbert á síðasta degi skólaársins

Þetta er þó bara rétt að byrja, 9 ár to go! (+3+3+2+5=doktor) 😀

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Fyrsti skóladagurinn… og sá síðasti

  1. Róbert er flottastur og á eftir að finna sig betur þetta yndi ❤

Plís, kommentaðu! :)

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s