11 mánaða


Frikki Lói varð 11 mánaða fyrir næstum mánuði síðan, enda styttist í eins árs afmælið 🙉 En áður en það gerist eru hér örfáir punktar bara svona upp á prinsipp:

  • Hann byrjaði hjá dagmömmu síðustu dagana í nóvember og var aðlögunin svona: eftir eina heimsókn á föstudegi mætti Kári á mánudegi með Frikka Lóa til Gunnu dagmömmu og skildi hann eftir í klukkutíma, það gekk rosalega vel og naut hann sín í botn. Á þriðjudaginn fékk hann að vera í tvo tíma og var rosalega sáttur. Þegar Kári kom að sækja hann sagði Gunna „ég held að þetta sé nú bara komið hjá honum.“ Fyrstu tvær vikurnar ljómaði hann og var ekkert skemmtilegra en að fá að fara til dagmömmu á morgnanna og hitta Stellu vinkonu. Þegar á leið var þetta þó ekki eins skemmtilegt og grætur hann yfirleitt smá þegar við skiljum hann eftir. Yfirleitt heyrum við þó gráturinn hætta áður en við erum komin upp í bíl, þannig ekkert alvarlegt 🙂

  • Hjá Gunnu dagmömmu hefur hann lært að borða. Hann ELSKAR kjöt og fisk, vill helst ekkert annað. Og það er ekkert „mata-mig“ bull í gangi, hann vill þetta í litlum bitum og bara tína upp í sig sjálfur, ef manni tekst að koma einum bita upp í hann með skeið þá spýtir hann þeim út úr sér og tínir svo upp sjálfur. Hananú! Hann borðar þó miklu betur matinn hjá dagmömmunni en heima. Við erum ekkert móðguð.
  • 11 mánuðirinn hans Frikka Lóa var okkur nokkuð erfiður, María byrjaði að vinna 50% 1. nóvember og var planið að Kári mundi vinna 50% á móti. Því miður leyfði verkefnin hans það ekki og var því Kári að vinna yfir 100% en með Frikka Lóa hálfan daginn líka. Þessi mánuður er því í svolítilli þreytu-móðu. Við urðum því himinlifandi að finna góða dagmömmu handa þeim litla og hefur okkur tekist að ná svefninum aftur hægt og rólega 🙂
Auglýsingar

Plís, kommentaðu! :)

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s